Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 48
Vestur-íslendingar lieiðra dr. Ásinund Guðmuiidsson biskup. Dr. Ásmundur Guðmundsson biskup hefir verið kosinn heið- ursverndari Hins Evangeliska Lútherska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, en forseti þess er dr. Valdimar J. Eylands, prestur í Winnipeg. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, sem er nýkominn að vestan, var af stjórn kirkjufélagsins falið að tilkynna biskup- inum heiðurskjör þetta og afhenda honum skrautritað ávarp þar að lútandi. Fór afhending þess fram á heimili biskups síðastliðinn föstudag. Ávarpaði Árni G. Eylands biskupinn og flutti honum kveðjur prestanna og kirkjufélagsins vestra. Dr. Ásmundur biskup þakkaði þann heiður og vinsemd, sem honum er sýnd með kjöri þessu, og sagðist með gleði leggja hönd að verki að knýta og treysta bönd milli kirkjunnar vestra og þjóðkirkjunnar hér heima fyrir. * Frá kórvígslu a Ellilicimiliiiu Grund. Mynd þessi er jrá kórvígslu þeirri, sem um var getið í síöasta hefti Kirkjuritsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.