Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 31

Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 31
TRÚRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKNI 125 íslenzku lengi fram eftir árum, hefir einnig verið megin- þáttur í þjóðræknisstarfinu, enda þótt aðalmarkmið þeirra skóla hafi að sjálfsögðu verið hin kristilega fræðsla. Þá hafa kirkjufélögin bæði gefið út ýms tímarit á ís- lenzku til eflingar kristilegri og þjóðræknislegri starfsemi sinni, að ógleymdum allmörgum bókum, er sama eða skyldu hlutverki hafa átt að gegna, og er þar vissulega um mikinn grundvallarþátt að ræða í starfi félaganna. Eigi verður saga íslenzkra trúmála og þjóðræknismála vestan hafs heldur rakin, þó ekki sé nema í nokkrum megindráttum, svo að ekki sé minnt á hið merka 27 ára starf, sem Jóns Bjarnasonar skóli vann í þágu beggja þeirra málefna, lengstum undir fórnfúsri forystu séra Rúnólfs Marteinssonar dr. theol. Tilgangi skólans var, meðal annars, lýst á þessa leið í reglugerð hans: „Skólinn er íslenzk, lútersk menntastofnun. Kristindómur og ís- lenzka eru því tveir hyrningarsteinar í kennslu og áhrifum skólans. . . . Kristindómur og íslenzka skulu vera sjálf- sagðar námsgreinar fyrir þá, sem skólann sækja, nema kennarar veiti undanþágu." Var þeirri reglugerð fylgt eins trúlega og ástæður leyfðu á starfsferli skólans, en hann hætti störfum 1940. Sá Kirkjufélagið lúterska sér eigi lengur fært að standa straum af honum eftir 1935, en síðustu fimm árin naut hann drengilegs stuðnings nokkurra ágætra manna úr hópi íslendinga vestan hafs, og stóð dr. Rögnvaldur Pét- ursson þar framarlega í flokki. Þó að hér hafi óhjákvæmilega verið stiklað á stóru, fær engum dulizt, hvernig trúræknin og þjóðræknin hafa með mörgum hætti og heillavænlega fléttazt saman í starf- semi íslenzku kirkjufélaganna vestan hafs. Dr. Rögnvald- ur Pétursson hafði því rétt að mæla, er hann sagði í hinni merku ritgerð sinni um „Þjóðræknissamtök meðal íslend- inga í Vesturheimi“ (Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1919): »,Sá félagsskapurinn, sem orðið hefir varanlegastur, er hinn kirkjulegi félagsskapur, og getur engum blandazt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.