Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 46
140 KIRKJURITIÐ eftir sambandinu ætti að vera í Galíleu, en þarf þó ekki að vera. Jesús er ,,á ferð“, ef til vill einmitt til Jerúsalem, til dæmis á páskum. Þar tekur „kona ein að nafni Marta“ móti honum. ,,Og hún átti systur, er hét María.“ Þessi systir virðist vera hálfgerður gestur, og hún er ekki neitt ,,húsleg“. En hún fer þegar í stað og sezt við fætur Jesú. Innibyrgð þrá fær útrás, þegar er Jesús kemur inn í húsið. Sagan er svo kunn, að ekki þarf að segja hana. En Jesús tekur enn hennar svari. 2. Frásögnin langa og mikla af uppvakning Lazarusar í Jóh. 11. Þar eru systur, sem heita Marta og María, þær sömu sem í næsta kapítula eru við smurningu Jesú, eins og áður er getið. I upphafi þeirrar frásögu er María kynnt með undar- legum hætti, sem enn er metið höfundi Jóhannesarguð- spjalls til skeytingarleysis í frásögn. Þar segir: „En María var sú, er smurði drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu.“ Þetta kemur kynlega fyrir, af því að þetta atvik var þá ekki fram farið, og ekki sagt frá því fyrr en síðar. Á hinn bóginn kemur þetta vel heim, ef hér var einmitt sama konan, sem áður hafði gert þetta og var svo frægt, að hver maður kannaðist við það. Það sézt bæði hér og víðar, að Jóhannes telur frásagnir hinna guðspjall- anna kunnar, þó að hann geti þeirra ekki. 1 raun og veru segir Jóhannes hér: María þessi var bersynduga konan, sem Lúkasarguðspjall segir frá. Ef tvær konur hefðu smurt Jesú þannig, var þetta ekki neitt sérkenni á Maríu, systur Mörtu. Frásögn þessa er annars ekki ástæða til að rekja. Eng- inn mun draga í efa, að þessar systur, sem Lúk. og Jóh. nefna, séu þær sömu, enda kemur ólíkt eðlisfar þeirra og aðstæður fram merkilega vel. Marta er röskari og fer umsvifalaust á móti Jesú (Jóh. 11, 20), en María er fjær viðburðunum og umstanginu, Marta verður beinlínis að kalla á hana (Jóh. 11, 20, 28), og í 12. kap. er Marta húsmóðirin eins og í Lúk. 10.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.