Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 10

Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 10
104 KIRKJURITIÐ kirkjunnar mál, er því ekki að neita, að á þessu sviði finnast nokkrir bjartari blettir, sem benda á ítök kirkj- unnar í hugum þjóðarinnar og gefa von um breytingu til batnaðar. Hér skal drepa á nokkur atriði. Þegar veraldlega valdið sýnir sig í því, að vilja draga úr starfsemi kirkjunnar, eða þegar um það er rætt, að fækka kirkjum, þá sýnir það sig, að fólkið vill ekki missa presta sína og kirkjur. Það er ekki eingöngu eldra fólkið, sem hér á í hlut, og tæplega er hægt að líta svo á, að hér sé um fordild eina að ræða. 1 öðru lagi hafa margir söfnuðir lagt töluvert hart að sér til að koma upp kirkjum og halda þeim við. Söfnuð- irnir myndu ekki leggja á sig byrðar og færa miklar fórn- ir, ef þeim væri þetta ekki alvörumál og þeir væru ekki sannfærðir um gildi kirkjunnar. I þriðja lagi má nefna kirkjukórana. í mörgum söfn- uðum hefir hópur manna lagt á sig þá vinnu, að starfa í kirkjukór og gengizt undir þá skyldu, sem því er sam- fara. Þetta sýnir áhuga. Hitt er svo annað mál, að skoð- anir geta verið skiptar um það, hvort kórarnir nái því marki í guðsþjónustunum, sem þeim verður að ætla. Út í það verður ekki farið hér, enda er það sérstakt íhug- unarefni. Enn má nefna, að nú virðist vaknaður nokkur áhugi á því, að kynnast sögu og starfi hinnar íslenzku kirkju um liðnar aldir. Kemur þessi áhugi nú einkum fram í sambandi við Skálholt. Það er vissulega hverjum manni hollt, að kynnast því mikla og göfuga starfi, sem kirkja lands vors hefir unnið í þarfir Guðs kristni fyrr og síðar, og hefir áunnið henni og aðalsetrum hennar helgi í hug- um þjóðarinnar. En að því verður þá líka að vinna, að þessi vaknandi áhugi dvíni ekki aftur, heldur fari vax- andi og komi fram í vaxandi kirkjulegu lífi og starfi. Hér verður ekki um það rætt, sem er sérstakt umræðu- efni og að vísu ærið nóg, á hvern hátt kirkjan skuli vinna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.