Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 23
Trúrœkni og þjóðrœkni í sögu og lífi Vestur-íslendinga. Bynoduserindi, flutt 21. júní 1951! af dr. RICHARD BECK, yrófessor. Eg vil biðja yður, að hverfa með mér 80 ár aftur í tímann, til ársins 1874, og vestur um haf til Milwaukee- borgar í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Sú borg var á þeim árum aðalbækistöð Islendinga í landi þar, og var þar í borg, er hér var komið sögu, allstór hópur þeirra, en þó enn merkilegri fyrir það, hvað þar var mannval gott, því að í hópi íslendinga í Milwaukeeborg á þeirri tíð voru margir þeir menn, er síðar urðu hinir mestu áhrifamenn í andlegu lífi íslendinga vestan hafsins, og sumir beggja megin hafsins, svo sem þeir séra Jón Bjarna- son, síðar dr. theol., og Jón Ólafsson, ritstjóri og rithöf- undur, að tveir einir séu nefndir úr fríðum flokki. Á árinu 1874 voru, eins og alkunnugt er, liðin þúsund ár frá upphafi Islandsbyggðar, og var þeirra merku og mikilvægu tímamóta í sögu þjóðarinnar minnzt með sér- stökum guðsþjónustum í öllum kirkjum landsins 2. ágúst, og með hátíðlegum samkomum um svipað leyti í flestum héruðum landsins. Islendingar vestur í Milwaukee vildu ekki vera eftir- bátar landa sinna heimafyrir um það, að halda hátíðlegt þúsund ára afmæli Islandsbyggðar, en efndu til virðulegs hátíðarhalds 2. ágúst 1874, er hófst með íslenzkri guðs- þjónustu í norskri kirkju þar í borg. Að lokinni guðsþjón- ustunni fór fram skrúðganga, og lýsir séra Jón Bjarna- son henni meðal annars á þessa leið í fréttabréfi til Þjóð- ólfs (28. nóv. 1874 og 15. febr. 1875):

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.