Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 7
ÞJÓÐIN OG FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR 101 dýrsins og mannsins í þjóðarsálinni. Ýmsum hefir veitt betur á ýmsum tímum. Þeir sigrar og ósigrar hafa komið fram í öllu þjóðlífinu. Þau tímabil, þegar holdið og dýrið í manninum höfðu yfirhöndina, hafa verið hnignunar- tímabil í lífi þjóðanna. Það er og að vonum, því að hin dýru andlegu verðmæti, sem vér nefnum einu nafni mann- dyggðir, eru undirstaðan undir þjóðargöfgi og þjóðar- farsæld. Afleiðingar hnignunarinnar verða þó ekki bersýnilegar þegar í stað. Um tíma kann allt að virðast leika í lyndi. Auður safnast og margs konar veraldleg gæði. En eitt sinn kemur að reikningsskilunum og þá verður hin ranga lífsstefna gjaldþrota. Sagan sýnir þetta. Hún sýnir slík ríki, sem hafa gjörzt auðug og voldug, en hnignunin hefir siglt í kjölfarið og afleiðing hennar hefir orðið upplausn og eyðing. Eitthvert stórfelldasta og átakanlegasta dæmið um gjaldþrot rangrar lífsstefnu er síðasta styrjöld. Sem betur fer hafa þjóðirnar áttað sig aftur og oft áður en komið var út í beinan voða. Það hefir þá verið um þær eins og mann, sem fer út af réttri leið og tekur ekki eftir því fyrr en hann hefir gengið um stund. Þá áttar hann sig, sér að hann er á rangri götu, veit um stefnuna og kemst aftur á rétta veginn. Líf og hagur þjóðanna hefir gengið í öldum, og sem betur fer, hafa þær komizt upp úr öldudölunum. Það hafa komið fram nýir menn með nýjan siðgæðiskraft og siðgæðisboðskap, boðberar nýrrar stefnu, göfugrar og heillavænlegrar, sem þó að vísu var og er ekki ný í eðli sínu. Þeim hefir tekizt að hafa áhrif, valda vakningu og straumhvörfum með tímanum, þeim og lærisveinum og fylgjendum þeirra. Guð hefir sent heiminum og einstökum þjóðum spámenn og andlega leiðtoga. Ekki verður betur séð en að hnignunartímabil hafi staðið og standi enn víða yfir í heiminum, og vér verðum þess varir með vorri þjóð. Það eru ekki eingöngu prestar, uppalendur og gamlir nöldurseggir, sem láta þetta í ljósi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.