Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 44
138
KIRKJURITIÐ
Frásögnin af smurningu Jesú í Lúk. 7 víkur verulega
frá hinum frásögnunum. Hún virðist gerast norður í
Galíleu, miklu fyrr á starfstima Jesú. Konan, sem smyr,
er ,,bersyndug“. Húsbóndinn er Farísei, sem að vísu heitir
Símon, en er ekki auðkenndur með viðurnefni. Símonar
nafn var mjög algengt. Smurningin er hér ekki sett í sam-
band við dauða Jesú, heldur er hún venjulegt vináttu-
bragð.
Á hinn bóginn eru nokkur líkingaratriði, er því valda,
að sumir telja, að hér sé í raun og veru „útgáfa“ Lúkasar-
guðspjalls af þessari frásögn, sem hin þrjú guðspjöllin
hafa fært til svipaðs vegar. Sérstaklega er líkingin við
Jóhannesarfrásögnina athygli verð. Hún er meiri en svo,
að sjálfrátt geti verið. Konan smyr fætur Jesú og þerrar
með hári sínu. En það, sem gerist eðlilega í Lúkasarfrá-
sögninni, er undið úr eðlilegum skorðum í Jóh. Bersynd-
uga konan í Lúk. 7 „vætir“, þ. e. þvær, fætur Jesú og
þerrar með hári sínu, og smyr þær því næst. Þetta var
venjuleg aðferð: þvo, þerra, smyrja. En í Jóh. þerrar kon-
an sjálf smyrslin.
Er þá frásögn Jóhannesar svona dæmalaust óhöndugleg,
að hann api sitt eftir hverjum og fari með allt klaufalega,
skilji ekkert, hvað fram fór, né viti, hvernig fætur voru
þvegnir og smurðir?
Eða er hann einmitt með rétta frásögn af viðburði, sem
fór fram á svo undarlegan hátt, að hinir, sem þekktu
minna til, breyttu í frásögninni í eðlilegra horf? Jóhannes
væri þá hér að leiðrétta frásögnina.
Og ef svo er, hvernig stóð á þessari einkennilegu aðferð
Maríu í Betaníu.
Þetta mætti skýra á þennan hátt:
Sagan í Lúk. 7 er önnur saga en af smurningunni í
Betaníu. Þetta mun vera algengasta skoðunin. En lík-
ingin við Jóhannesarfrásögnina stafar af því, að konan
er ein og hin sama.
María í Betaníu er ,,bersynduga“ konan í frásögn Lúk-