Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 29
TRÚRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKNI 123 fyrstu félagsstofnun Islendinga í Vesturheimi náðu þó víða um byggðir þeirra. I íslenzku nýlendunni í Minne- sota hófst mjög snemma á árum félagsskapur í anda Is- lendingafélagsins í Milwaukee, og lá mönnum mjög á hjarta, hvernig þeir gætu „bezt varðveitt menning og sóma sín á meðal“. Sagan endurtekur sig, renni menn sjónum norður til Winnipegborgar, en þar hófst íslendingabyggð um sama leyti og í Minnesota, árið 1875. Tveim árum síðar, haustið 1877, stofnuðu Islendingar þar í borg með sér íslendinga- félag, og gætir þar aftur beint áhrifanna frá Milwaukee, því að lög hins nýja félags í Winnipeg eru mjög samhljóða lögum félagsins í Milwaukee, og fór það að vonum, því að þeir menn, sem einkum gengust fyrir hinni nýju félags- stofnun, voru sunnan frá Milwaukee komnir. En samhliða þjóðræknislegu hliðinni er önnur og sér- staklega merkileg hlið á starfsemi þessa fyrsta íslendinga- félags í Winnipeg, er snýr að trúarlífi þeirra, en henni lýsir séra Friðrik J. Bergmann á þessa leið í ítarlegri og fróðlegri ritgerð sinni „Saga íslenzku nýlendunnar í bæn- um Winnipeg“ (Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 1903): „Félagið tók einnig að sér að halda uppi guðsþjónustu- samkomum. Það var þörf hjá mönnum um þessar mundir til að sýna einhvern lit á að rækja trú sína, og þó margir væru hugsunarlitlir í þeim efnum, var þó sú tilhugsun, að kristindómurinn glataðist úr eigu þeirra Islendinga, sem fluttir voru hingað vestur, öllum þorranum af fólki sér- lega ógeðfelld. En menn vildu, að félagið hugsaði meira fyrir andlegum hag fólksins, en að sjá um, að lestrar- samkomur voru haldnar. Þær voru góðar og ómissandi fyrir hina eldri. En um börnin og unglingana yrði líka að hugsa. Þess vegna réðist félagið í að stofna til sunnu- dagaskóla.“ Sannarlega er hér um að ræða eftirtektarvert dæmi þess, hvernig trúræknin og þjóðræknin renna fagurlega saman í andlegu lífi og menningarlegri viðleitni meðal

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.