Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 32

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 32
126 KIRKJURITIÐ hugur að það, að hann hafi verið öflugasta stoðin fyrir þjóðerni vort hér.“ Síðan hefir Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi að vísu komið til sögunnar, og unnið margvísleg og merkileg störf, sem hér verða eigi rakin, enda utan vébanda þessa erindis; en ummæli dr. Rögnvaldar um þjóðernislegt gildi kirkjufélaganna, sérstaklega framan af árum og allt fram á síðustu ár, standa þó óhögguð í heild sinni. Má og jafn- framt á það minna, hversu mikinn þátt og góðan íslenzkir prestar vestan hafs hafa átt í starfi Þjóðræknisfélagsins frá fyrstu tíð þess og fram á þennan dag; flestir forsetar þess hafa verið úr prestahópnum, með dr. Rögnvald í fararbroddi, því að hann var fyrsti forseti félagsins; en núverandi forseti er séra Valdimar J. Eylands dr. theol., sem jafnframt er forseti Kirkjufélagsins lúterska, en nú- verandi varaforseti, og fyrrverandi forseti, er séra Philip M. Pétursson, sem einnig er forseti kirkjufélags síns. En áður en skilizt er við þá hlið umræðuefnisins, vil eg benda á mjög athyglisvert dæmi um samruna trúrækni og þjóðrækni í lífi og starfi Islendinga vestan hafs. Stuttu áður en eg lagði af stað í íslandsferð þessa, tjáði dr. Valdi- mar J. Eylands mér, að þjóðræknisdeildin ,,Ströndin“ í Vancouver í British Columbia í Canada hefði safnað 1000 dollurum til íslenzkrar kirkjubyggingar þar í borg. Nú- verandi sóknarprestur þar er séra Eiríkur Brynjólfsson, en áður þjónuðu þeim söfnuði dr. Rúnólfur Marteinsson og séra Haraldur Sigmar dr. theol., fyrrverandi forseti Kirkjufélagsins lúterska, sem nú er í heimsókn hér á ættjörðinni, ásamt frú sinni, Margréti, dóttur annars kirkjulegs leiðtoga Vestur-Islendinga, séra Steingríms M. Thorláksson. I erindi þessu hefir þá verið rakin í nokkrum aðaldrátt- um trúmálasaga Islendinga i Vesturheimi og jafnframt nokkur rök verið leidd að þvi, hvernig trúræknin og þjóðræknin hafa verið vígðir þættir í lífi þeirra og starfi. En bak við þá ytri sögu, sem hér hefir verið sögð, er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.