Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 41
MAGDALENA 135 4. Hér er þá upp talið það litla, þar sem María Magdalena er nefnd. En þar með er ekki sagt, að hennar sé ekki víðar getið í guðspjöllunum. Vér höfum til dæmis séð hér að framan að fleiri sögur geta „Maríu“, án þess að þar sé nánar til greint, hver hún sé. Og hafi það verið svo, að Magda- lenunafnið hafi ekki þótt neinni heiðvirðri konu til sóma, er vel skiljanlegt, að því væri ekki of mikið flíkað við hvert tækifæri. Auk þess væri ekki óhugsandi, að Maríu Magdalenu mætti leita bak við einhverja sögu eða sögur, þar sem kona kemur fram, án þess að hún sé nefnd. Þetta hefir einmitt verið gert. Bæði í helgisögnum, og í sjálfri kenningu katólsku kirkjunnar er María Magdalena lesin inn í nokkrar fleiri sögur. Nú er það að vísu svo, að á þessum vegum má stíga varlega til jarðar, og helgisagnamyndunin er ótrúlega gróskumikil, ekki sízt þegar hún kemst í jafn heillandi jarðveg og þennan. Auk þess er löngun manna til þess að vita meira um þá, sem stutt er frá skýrt, jafnan afar sterk, og það þó að þeir séu ekki í öðru eins umhverfi og þessi kona. Og þá er vitanlega gripið fyrst af öllu til þess að heimfæra sem flest af því, sem sagt er um sam- nefndan mann, til hans eða hennar, svo og aðrar frásagnir, er gætu samrýmzt. Ekki eru það neinar ýkjur né skáld- sögur. En missagnir geta þó af hlotizt. Hér verður nú skýrt nokkuð frá því, sem heimfært hefir verið til Maríu Magdalenu. Skal ekki dómur á það lagður, en ég tel þó þessar heimfærslur fullkomlega heimil- ar sögulega, og verður athugun að leiða í ljós, hvort líkur og ýmis atvik mæla með eða móti. Frásagnir þær, er hér koma til greina, eru: 1. Frásögnin í Lúk. 7, 36—50: Jesús liggur til borðs hjá Farísea einum, sem hefir boðið honum, að því er virðist í Galíleu. Kona bersyndug þar í bænum (Magdala?) kem- ur með alabastursbuðk með smyrslum. Hún „stóð fyrir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.