Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 18

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 18
112 KIRKJURITIÐ Stundum verður því ekki með orðum lýst, sem í skáldverk- inu felst. Það er eins og hljómlist búi í steininum. En sú list var háleitust allra lista í augum Einars og hefir verið nefnd sakramenti fegurðar Guðs. Allt ber vitni um fegurð og þrá eftir fullkomnun, réttlæti, sannleik, hreinleik og kærleik. Og fegurðin býr jafnt í því, sem er smæst og stærst. Þeim, sem svo orti, var listin sannarlega heilög, og frammi fyrir verk- um hans ómar hið fornkveðna: Drag skó þína af fótum þér. Staðurinn, sem þú stendur á, er heilagur. Þaðan andar einnig huggun til vor á þessari stund. Hvernig leit Einar Jónsson á dauðann? Hann nefnir eina mynd sína dauðastundina. Hún er af ungri stúlku á banabeði. Henni opnast dýrlegir ljósheimar. Þar bíður hennar hið neðra ást- vinafaðmurinn. En hið efra blasir við Frelsarinn sjálfur, eins og hann segi: „Komið til mín, allir.“ Og unga stúlkan teygir báða arma í áttina til hans. Önnur mynd er af engli vorsins, hann tekur sundur höfuðkúpu og við það koma í ljós karl og kona, sem rétta fagnandi hendur til himins. Og allt um- hverfis spretta fram og springa út blóm: í skaparans hendi er dauðinn ekki til. V. Þá er þegar komið að sterkasta þættinum í list Einars Jóns- sonar — trú hans og tilbeiðslu. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn. Hann var fyrst og síðast trúarskáld, eins og ég sagði í upp- hafi máls míns. í Galtafellslandi er steinn, sem hann kraup við og bað „Faðir vor“. Hann trúði alla æfi á lífið og sigur hins góða og vildi vera þjónn þess. Hann brást jafnan hart við til varnar, ef honum þótti því misboðið. Öll list átti að vera helguð því, sem æðst var og bezt. Því einu vildi hann lifa og starfa. Um hríð varð hann að heyja þunga trúarbaráttu, meðan hann var að losna úr viðjum bókstafsins og öðlast þegnrétt í ríki andans, frelsisins og víðsýnisins. Hann kom til Krists eins og skriftabarn og lærisveinn og sá dýrð Guðs í ásjónu hans. Hann skrifar: „Vísdóms og kærleiksviljinn guðdómlegi til að skapa öllu lífi ytri festu er kjarni sá, sem öll ytri tilvera er til orðin fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.