Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 12
Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli. 11. maí lSVi — 18. oTctóber 1954. I. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn. Svo skyldi íslenzka þjóðin hugsa, er hún minnist Einars Jónssonar myndhöggvara frá Galtafelli. Allt frá því er byggð hennar hófst í faðmi blárra fjalla og hvítra jökla, sem benda í himininn eins og turnar og hvolf- þök heilags musteris, hefir Guð sent henni skáld og sjáara. Þeir líða oss fyrir hugarsjónir hver af öðrum: Höfundar Háva- mála, Völuspár og Sólarljóða, Líknarbrautar, Harmsólar, Lilju, Jón Arason, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Matt- hías Jochumsson, Einar Benediktsson og Einar Jónsson. Hinir hafa látið oss eftir ljóð, meitluð orðsins list, sem dagana lifir alla. En Einar Jónsson orti sín með öðrum hætti, mótaði þau og myndaði með höndum sínum og anda. Listaverk hans blasa við oss — Hnitbjörg og allt, sem þau hafa að geyma, heimur hvítra töfra, eins og þau hafa verið nefnd. Hann var mynda- skáld, er gaf oss guðlegar myndir. Og hann var brautryðjandi á því sviði hér á landi, stendur eins og við dyr hinnar nýju aldar fjölbreyttra lista vorra — vörður og vegsögumaður. Að fornu og nýju er hann eitt vorra mestu skálda, trúar- skáld, gefinn oss af Guðs náð til þess að lyfta oss hærra í sannri menningu. Fyrir því skulum vér beygja kné vor fyrir Drottni — lofa hann af allri sál.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.