Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 25
TRÚRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKNI 119 trúarhita og brennandi en þó víðsýnni ættjarðarást, féllu séra Jóni af vörum, meðal annars, þessi eggjunarorð, sem enn geta verið okkur íslendingum beggja megin hafsins ærin hvöt til umhugsunar og frjósamra starfa: „Vér ættum ekki að vera komnir hingað til þess að skjóta oss undan skyldum vorum við þá þjóð, sem Drott- inn hefir tengt oss við helgum og háleitum ætternisbönd- um. Hver, sem gleymir ættjörð sinni, eða þykist yfir það hafinn, að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er og guðdómlegt, af þeirri ástæðu, að hann er staddur í fram- andi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst því að hann gleymi Guði. Það er stutt stig og fljótstigið frá því að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni.... Sönn, kristileg ættjarðarást fyllir ekki hjartað með fyrirlitningu á öðrum þjóðum en sinni eigin; hún blindar ekki augun fyrir yfirburðum útlendinga í svo mörgu tilliti, né fyrir sinni eigin eymd, ókostum og mennt- unarskorti. Slíkt er engin ættjarðarást, allra sízt í kristi- legum skilningi. Slíkt er öfugur, heiðinglegur, heimsku- legur og hættulegur hugsunarháttur, sem dregur niður alla sanna þjóðernistilfinningu og hefir visnun og dauða sérhvers þjóðernis í för með sér.“ Hér er af spámannlegri andagift, djúpum skilningi og andlegri heilskyggni slegið á þann sameiginlega streng trúrækni og þjóðrækni, í víðtækri merkingu þeirra orða, sem verið hefir hinn vígði þáttur í lífi og starfi margra hinna ágætustu manna og kvenna íslendinga vestan hafs frá byrjun vega þeirra og fram á þennan dag, með þeim árangri, að þetta tvennt, trúræknin og þjóðræknin, hafa með margvíslegum hætti fallið í sama farveg í sögu og lífi Vestur-íslendinga almennt, og þá um leið svipmerkt andlegt líf þeirra og menningarviðleitni um annað fram. Loks er enn eitt merkisatriði í sambandi við þessa mátt- ugu og söguríku prédikun séra Jóns við fyrstu íslenzku guðsþjónustuna vestan hafs, og lýsir eftirmaður hans, séra Björn B. Jónsson, dr. theol., því á þessa leið í kafl-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.