Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 34
128 KIRKJURITIÐ ummæli voru í letur færð. Hitt er þó víst, að íslenzkar messur eru enn haldnar hvorki óvíða né sjaldan í ýmsum byggðum eða á öðrum dvalarstöðvum íslendinga vestan hafs. I 80 ár hefir lofsöngurinn „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð“ hljómað frá íslenzkum vörum og bergmálað innstu hræringar íslenzkra hjartna vestan hafs, og gerir það enn. Þar hafa runnið í einn farveg trúrækni og þjóð- rækni íslendinga vestan hafs í sinni fegurstu mynd: Hjartaheit lofgjörð til hans, sem lífið oss gaf, og jafn hjartaheit bæn fyrir ættjörðinni og ættþjóðinni handan hafsins. Veit eg þess vegna, að eg tala beint út úr hjörtum þúsunda íslendinga vestan hafs, er eg lýk máli mínu með þeirri einlægu bæn og ósk, að líf þeirra í hinu nýja kjör- landi og líf og starf ættþjóðarinnar hér heima á „fornum frægðarströndum", á þessari nýju íslenzku landnámsöld, verði í sem fegurstum og ríkustum mæli „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut". * Áheit og gjafir til Möðrudalskirkju, sem hér með eru innilega þökkuð ölluin góðum gefendum og áheit- endum. Álieitin eru: Valdimar Snærvar skáld kr. 50.00, Richard Beck próf. 30.00, 100 menn á 3 bílum, I. 160.00, II. kr. 100.00, III. kr. 56.00, alls kr. 316.00, Björn Lárusson frá Ösi kr. 30.00, Lúðvik Nordgulen, Rvík, kr. 120.00, Jens Pálsson kr. 50.00, Eggert Kristjánsson og frú kr. 500.00, Kona kr. 20.00, Kona, kr. 20.00, Maria Gisladóttir 10.00, Sigurrós Jónsdóttir og maður kr. 20.00, Guðröður kaupfélagsstjóri, Norðf., kr. 10.00, Sigriður Hannesdóttir, Rvík, 50.00, Fjórir fjallamenn kr. 40.00, Elinborg Sörensen og maður kr. 20.00, Einar Ingi kr. 30.00, Anna, Jón og Unnur og eiginmaður, Skeggja- st., kr. 50.00, Björn Stefánsson, bilstj., Eskifirði, kr. 150.00, Hrefna og Vigdís, Eskifirði, kr. 40.00, Emilia Björnsdóttir kr. 10.00, önnur kona, Eskifirði, kr. 5.00, Helga Jónsdóttir, Skipasundi 29, Rvík, kr. 100.00, Aðal- björg Jónsdóttir, Þrándarstöðum kr. 50.00. Jón A. Stefánsson, MöSrudal.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.