Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 38
132 KIRKJURITIÐ frá Magdala, hafi jafnvel haft ekki ósvipaða merkingu, eins og þegar eitt sinn var hér talað um „eina úr síldinni". 2. Ein þessara kvenna, er fengu Magdalenu-nafnið, hefir komizt í röð frægustu kvenna veraldarinnar, og eftir henni hafa milljónir kvenna hlotið nafn og fjöldi stofnana verið eftir*henni heitinn. Svo fagurt og skínandi hefir þetta nafn orðið, að skáld og listamenn hafa nálega blindazt og keppzt um að vefa því skart sitt öld fram af öld, og mannvinir, bæði karlar og konur, hafa unnið starf sitt undir þess heillastjörnu. Svo virðist, sem einmitt ,,Magdalenan“ í þessari konu hafi fært henni gæfuna, því að synd hennar og veikleiki hefir knúið hana á fund Jesú. Það skar úr. María hét hún. Það var mjög algengt nafn á Gyðinga- landi, eins og sjá má af því, að af þeim örfáu konum, sem guðspjöllin nefna, eru 5 eða 6 Maríur. Talan verður ekki vituð með vissu, því að ekki er gott að segja til dæmis hver María „hin“ er, eða hvort ef til vill er átt við sömu konu, þótt mismunandi sé nefnd. Þessar Maríur eru nefndar í Nýja testamentinu: 1. María, móðir frelsarans. Um hana er ekki að villast, því að hún er jafnan kynnt sem móðir Jesú. En ef til vill hafa fáir athugað, hve sjaldan hún er nefnd. I Jóhannesar- guðspjalli er hún alls ekki nefnd, svo að ef vér ættum það guðspjall eitt, væi’i nafn hennar ókunnugt. Aftur á móti getur það guðspjall tvisvar sinnum um föðurnafn Jesú. 1 hinum guðspjöllunum er hún aðeins nefnd einu sinni utan æskufrásagnanna (Mark. 6, 3, hliðstætt Matt. 13, 55). 1 Post. 1, 14 er hún nefnd. 2. María, systir Mörtu og Lazarusar í Betaníu (Lúk. 10, 39; Jóh. 11. og 12. kap.). 3. María, móðir Jakobs litla, móðir Jóse eða „María hin“. Hvort hér er um eina eða fleiri að ræða er ekki

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.