Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 48

Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 48
Vestur-íslendingar lieiðra dr. Ásinund Guðmuiidsson biskup. Dr. Ásmundur Guðmundsson biskup hefir verið kosinn heið- ursverndari Hins Evangeliska Lútherska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi, en forseti þess er dr. Valdimar J. Eylands, prestur í Winnipeg. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, sem er nýkominn að vestan, var af stjórn kirkjufélagsins falið að tilkynna biskup- inum heiðurskjör þetta og afhenda honum skrautritað ávarp þar að lútandi. Fór afhending þess fram á heimili biskups síðastliðinn föstudag. Ávarpaði Árni G. Eylands biskupinn og flutti honum kveðjur prestanna og kirkjufélagsins vestra. Dr. Ásmundur biskup þakkaði þann heiður og vinsemd, sem honum er sýnd með kjöri þessu, og sagðist með gleði leggja hönd að verki að knýta og treysta bönd milli kirkjunnar vestra og þjóðkirkjunnar hér heima fyrir. * Frá kórvígslu a Ellilicimiliiiu Grund. Mynd þessi er jrá kórvígslu þeirri, sem um var getið í síöasta hefti Kirkjuritsins.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.