Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 7
Hvítasunnnboðskapur forystumanna Alkirkjjuráðsins Vér heilsum um hvítasunnuleytið bræðrum vorum í öllum kirkjufélögum Alkirkjuráðsins. A fyrsta mótinu í sögu kirkjunnar sögðu postularnir tólf, fylltir heilögum anda, mönnum af öllum þjóðum frá dásemdarverkum Guðs. Þeir skýrðu þeim frá Jesú Kristi og hvernig Guð hefði vakið hann upp eftir krossdauða hans. Og þegar þessir menn ;,stungust í hjörtun", spurðu þeir postulana: „Hvað eigum vér að gjöra.“ Og þeir fengu skýrt svar: j,Gjörið iðrun, og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda.“ (Post. 2, 38). A þessari árlegu minningarhátíð fyrstu hvítasunnunnar spyrja trúaðir menn og vantrúaðir hvarvetna: „Hvað eigum vér að gjöra?" Þjóðirnar skipa sér í fjandsamlegar herbúðir hverjar gegn Öðrum. Ekkert æðsta úrskurðarvald er til, sem allir vilja lúta, °far áhugamálum einstakra ríkja.. Þjóðhöfðingjar og utanríkis- ráðherrar eiga með sér fundi, en trúnað og traust brestur til þess, að komizt verði að sameiginlegri niðurstöðu. Og eftir því sem ógnir kjarnorkuvopna fara vaxandi, verður brjálsemi manna stundum svo mikil, að vér virðumst vera staddir á fremstu nöf sjálfstortímingar mannheimsins. Það er ekki að undra, þótt gamlir menn verði vonarsnauðir og ungir eigi ængan áttavita til þess að marka eftir framtíðarstefnuna. Nú er einkum stundin til þess, að kirkjufélögin kenni þjóð- Ul>um fyrir hjálp heilags anda. Og vér beiðumst þess af yður, hræður vorir í Alkirkjuráði, að þér biðjið um hjálp heilags anda °g neytið nú þess færis, er Guð veitir yður, til þess að gefa góð r»ð þjóðum yðar og hafa sem mest áhrif á þær. Fyrst og fresmst hyggjum vér, að kirkjufélögin eigi að segja

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.