Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Síða 8

Kirkjuritið - 01.05.1956, Síða 8
198 KIRKJURITIÐ við þjóðirnar, minnug þess, að kristnir menn þurfa sjálfir að iðrast: „Gjörið iðrun. Deilumál yðar verður að leysa með skyn- semd, en ekki með ofbeldi. Ofbeldið er nú komið á svo hátt stig, að verði sleppt af því öllum böndum, þá verður ekki á mannlegu valdi að hemja það. Og verði ekki styrjaldir stöðv- aðar, munu allar þjóðir farast.“ I öðru lagi hyggjum vér, að kirkjufélögin eigi að segja við þjóðirnar, að livorki reiðiyrði né þrálátar réttindakröfur geti miðlað málum, lieldur verði það að gjörast með því að breiða út réttlæti, taka tillit til þarfa annarra og byggja hjálpræði vort á náð og miskunn Guðs. 1 þriðja lagi hyggjum vér, að kirkjufélögin eigi að minna þjóð- irnar á það með meira ástríðumagni en nokkru sinni áður, að allur heimurinn hrópi á frið, að mennirnir allir séu í sömu fjöl- skyldu og að Guð og faðir drottins vors Jesú Krists sé faðir allra. Það er í þessum anda sem vér biðjum bræður vora í kirkju- félögum vorum að bera fram bænir sínar og vitna um kraft heilags anda og vera í sannleika limir á líkama Krists. Kom þú heilagi andi. John Baillie (skólastjóri í Edinborg). Sante Uberto Barbieri (biskup í Buenos Aires). George Cicester (biskup í Cliichester). Otto Dibelius (biskup í Berlin). Juhanon Mar Thomas (erkibiskup á S.-Indlandi). Michael (erkibiskup í New York). Henry Knox Sheril (biskup í New York). (Á. G. þýddi).

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.