Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 12
Varnir gegn glæpamyndaritum
og glæpaheftum
Á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda 1. og 2. september
s. 1. var m. a. tekið til meðferðar, hvernig vernda ætti börn og.
unglinga fyrir siðspillandi áhrifum af lestri glæparita og glæpa-
myndahefta. Framsögu um það efni hafði Þórður Eyjólfsson.
hæstaréttardómari. Eftir ýtarlegar umræður var ákveðið að fela
sérfróðum mönnum að athuga málefni þetta nánar, áður en sér-
stakar ákvarðanir væru teknar. Framsöguræða Þórðar Eyjólfs-
sonar, lítið eitt breytt, birtist hér á eftir samkvæmt tilmælum
ritstjóra Kirkjuritsins.
I.
Á síðustu árum hefir það lögmál verið mjög til umræðu og
athugunar í ýmsum löndum, hvernig unnt væri að vernda börn
og unglinga fyrir óhollum áhrifum af ritum og myndasögum,
sem aðallega hafa inni að halda frásagnir og lýsingar á ofbeldis-
verkum, glæpum og öðru siðspillandi efni. Nokkur lönd, svo
sem England, KÞnada og Austurríki, hafa þegar sett lög um
bann við útgáfu og dreifingu á tilteknum tegundum glæparita,
og víðar er í undirbúningi löggjöf, sem beinist í svipaða átt.
Þessi hreyfing kann að nokkru leyti að stafa af því, hversu barna-
vernd hefir aukizt á síðari árum. Einn liður í þeirri viðleitni hefir
verið vernd barna og unglinga gegn óhollum áhrifum á sálarlíf
þeirra. Af þeim sökum hefir t. d. víða um heim verið lögtekin
opinber skoðun á kvikmyndum. Á því sviði gerði þörfin fyrir
opinbert eftirlit fyrst vart við sig, með því að hin tæknilega full-
komnun kvikmyndanna gefur möguleika til mjög sterkra áhrifa,
ekki hvað sízt á börn og unglinga.
Það, sem þó öðru framar hefir valdið því, að þetta efni hefir
komizt svo mjög á dagskrá að undanförnu, er hin sívaxandi ut-