Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 18
208 KIRK JURITIÐ ákvæðið rit, sem kynnu að hafa bókmenntagildi eða listagildi eða vera æskileg af öðrum ástæðum. Við setningu ensku lag- anna á síðastliðnum vetri snérust umræður einnig mjög um þessa hlið málsins. Þá má og telja víst, að hversu nákvæmt sem orðalagið yrði, mundu ýmsir erfiðleikar koma fram við framkvæmd laganna. Að vísu óttast ég ekki, að hér á Norðurlöndum mundu verða dregin undir lögin rit, sem eitthvert varanlegt gildi hefðu, bók- menntáiegt eða listrænt. En útgefendur og innflytjendur tímarita og bóka mundu oft verða í vafa um, hvort tiltekin rit yrðu látin falla undir ákvæði laganna og hvar takmörkin væru milli hins leyfilega og óleyfilega. Sama yrði uppi á teningnum um bók- sala, enda ekki hægt að ætlast til af þeim, að þeir þekki efni allra rita, sem þeir selja. Einnig má óttast, að framkvæmd laganna yrði ekki alls staðar með sama hætti. Úr því mætti þó bæta til mik- illa muna með því að ákveða, að saksókn færi aðeins fram eftir ákvörðun dómsmálaráðherra. Með því mundi skapast samræmi í framkvæmd laganna, og ekki yrði þá heldur líklegt, að til máls- sóknar kæmi, þegar um afsakanlega villu væri að ræða. Ég hefi nú gert grein fyrir því í aðalatriðum, hvernig málið horfir við af íslands hálfu. Það er hér enn á athugunarstigi og með öllu óvíst, hvaða ákvarðanir kunna að verða teknar um lausn þess. Þórður EyjÓlfsson. Bæn. Drottinn, ger mig boðbera friðar þíns. Lát mig sá kærleika í akur hat- ursins, miskunn í akur efans, von í akur örvæntingarinnar, tendra ljós 1 myrkrinu og vekja gleði þar, sem hryggðin ríkir. O, Drottinn minn og meistari, veit mér að leita þess fremur að hugga en vera huggaður, að skilja fremur en vera skilinn, að elska fremur en vera elskaður, því að með því að gefa öðlumst vér, með því að miskunna verður oss miskunnað, og í dauðanum fæðumst vér til eilífs lífs. — Frans frá Assisi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.