Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Page 19

Kirkjuritið - 01.05.1956, Page 19
P13TL9R Kiaítui íiá hæðum. Af stórhátíðum kirkjuársins skipar hvítasunnan lægstan sess í hugum vor íslendinga. Ef spurt væri um það, í skoðanakönnun, hver væri uppruni hennar, eða hvort hún ætti sér enn fullan til- verurétt, er ekki víst, að öll svörin væru rétt eða jákvæð. Raunar mundi flesta ráma í frásögnina um, að heilagur andi hefði kom- ið yfir postulana. En þeir yrðu sennilega færri, sem myndu, að þetta væri stofndagur og minningarhátíð þess alheimsfélagsskap- ar, sem kallaður er kristin kirkja, stofnhátíð stærsta féíagsins í heirninum, og þess áhrifaríkasta. Þriðja grein postullegu trúarjátningarinnar hefst svo: Ég trui á heilagan anda. Þetta er haft yfir við skírn og fermingu, en næsta vafasamt er, að allir, sem telja sig til kirkjunnar, séu þess albúnir að skrifa undir alla postullegu trúarjátninguna, og marg- h' sennilega einna sízt þetta atriði. En það er sérstakt mál, sem her verður ekki rætt, hve bindandi játningarnar eru fyrir kirkj- tina. Hitt er hvorki vafamál, né getur orðið deilumál, að trúin á lieil- agan anda var eitthvert helzta einkenni frumsafnaðanna, ein að- alhvöt þess, að þeir klufu sig úr Gyðingdómnum og stofnuðu sérstakt trúfélag, kirkjuna. Og þeir héldu því á lofti, að andinn v®ri sá höfuðkraftur, sem gæfi þeim þrek til nýs og betra lífs °g fulla djörfung í dauðanum. Svo sagði Pétur postuli (Post. 10, 47.): „Getur nokkur varnað þeim (þ. e. áheyrendum hans) vatnsins, að þeir fái skírn, er Þeir hafa fengið heilagan anda eins og vér.“ Þessi og ýmis önnur 14

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.