Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 21
PISTLAR 211 Þetta hefur verið andvarp margra æ síðan, og stundum hef- ir bænheyrzlan orðið með þeim hætti, að ekki aðeins biðjand- inn heldur ótal margir aðrir hafa hlotið af því undursamlega blessun. Sönnun anda og kiaítar. Ég gríp eitt dæmi úr nútíðinni, bæði sakir þess, að það hef- ur almennt gildi, og er oss svo nálægt. Sven Lidman er sænskur maður, sem hefir það til síns ágætis, að hann er einn af meiri háttar rithöfundum Svía og sennilegast kunnasti og mesti prédik- ari þeirra síðustu áratugina. Efalaust fyrnist margt af ritum hans eins og annarra, og engan dóm legg ég á sértni hans, — liann er einn af forvígismönnum hvítasunnumanna í Svíþjóð, — en saga hans verður lengi munuð og reynist áhrifarík. í einni af ræðum sínum hefir hann lýst því, hvernig hann í fyllstu merkingu komst úr myrkri til ljóss 17. marz 1917. Ég stikla hér aðeins á stærstu steinunum. Sven Lidman er fæddur 1882. Hann var af góðu bergi brotinn. En frændur hans voru fjölgáfaðir og ekki við eina fjölina felldir. Sumir kunnir kirkjuhöfðingjar, aðrir miklir heimsmenn. Þegar her var komið sögu var Lidman orðinn þjóðkunnur rithöfundur, hafði fylgt raunsæisstefnunni og verið uppblásinn af efnishyggju uldamótatímabilsins, lifað glatt, liðið skipbrot í hjúskaparmálum. Var nú brotinn maður. „Vonlaus, kraftlaus, allur í molum.“ Éannst hann hvorki geta hugsað né skrifað eða lagt hönd að uokkru verki. Virtist ástand sitt líkjast helzt lýsingunni, sem É>ante gefur á englum þeim, er lilutlausir voru í barattu Guðs °g Satans: „Þeir hrærast í glórulausu myrkri, — í óendanlegu, gínandi tómrúmi milli himins og Vítis.“ Vinir Lidmans töldu, að hann væri í þann veginn að ganga af vitinu, og einn þeirra hafði ákveðið að vaka yfir honum uaestu nótt til þess að forða því, að hann svipti sig lífi. En þenna ^ag, sem Lidman að venju hékk einn heima í stofu sinni, skeði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.