Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Síða 22

Kirkjuritið - 01.05.1956, Síða 22
212 KIEK JURITIÐ það, að áður en hann vissi af hafði hann hripað niður þetta bænarvers: Lár mig Gud i Dina hánder lámna livets smá och store ting, taga sorgen, som Du sánder, som en plogbill, vilken vánder hjártats hárda áker kring. (Kenn mér, Guð, að leggja allt, bæði smátt og stórt í hendur þínar. Og taka mótlætinu, sem þú sendir, líkt og væri það plæg- ing míns harða hjartaakurs.) Smám saman tókst honum að bæta þrem versum við. Og nú verða hin miklu og óskýranlegu umskipti, sem Lidman telur að hafi átt rætur til líks skilnings og Agústínus lýsir í sambandi við endurfæðing sína: „Lausn mín fólst í því, að mér lærðist að vilja það, sem Guð vildi, í stað þess að vilja það sem ég vildi.“ Lidman fullyrðir, að öll vera sín hafi umbreytzt. Það var sem hann stæði í ljósi, fylltist Ijósi. Því fylgdi hvorki hræðsla né truflun, éða undrun. Hann segir: „Aðrir geta skýrt og dæmt um það, sem fyrir mig kom. Ég læt trúfræðingunum og dómgjörn- um mönnum það fúslega eftir. Ég veit sjálfur til hlítar, að ég ber þenna fjársjóð í leirkeri. En ég tilheyri ekki framar sjálfum mér. Ég hefi lifað þessi orð Páls postula: „Sá, Guð, sem ég tilheyri, sem ég og þjóna.“ Þannig varð þetta flak nýr maður. Og áhrifin hafa enzt hon- um til þessa dags. Hann er nú 74 ára og hefir í marga áratugi verið einhver áhrifamesti maðurinn í andlegu lífi Svía. Ævisaga hans, sem nú er að koma út, er ein af metsölubókunum. í bók- menntasögunni á hann tryggt sæti. Hann er andlegur afreks- maður. Kirkjusiðir. Aldrei get ég hrósað mér af því að vera formfastur. Öðru nær. Enda er andinn forminu æðri. Það má aldrei verða fjötur hans. Breytt viðhorf krefjast og nýrra forma með hverri kynslóð. Einn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.