Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 24
214 KIRKJURITIÐ honum þeir vera prestslegir, slík ímynd fagurra og mikilhæfra kirkjuhöfðingja. Það var líka oft talað um það í gamla daga, að hitt og þetta væri prestslegt eða óprestslegt. En vitanlega voru menn hvorki þá né eru nú allir á einu máli um það, hvernig skýra beri hugtökin í öllum atriðum. Mér finnst t. d. margt að athuga við „prestslegheit“ Árnesingagoðanna, eins og séra Árni Þórarinsson lýsir þeim í æsku sinni austan fjalla. En þótt við prestarnir séum auðvitað fyrst og fremst menn eins og allir aðr- ir og verðum allir að vænta miskunnar Guðs og manna fyrir líf- erni okkar og framkomu, verður því ekki neitað, að vissar skyld- ur fylgja öllum embættum, og almenningur á því ákveðnar kröf- ur á hendur vorar. Og svo er um fleiri. Þeir, sem hátt komast í mannvirðingum ættu yfirleitt að kosta þeim mun meira kapps um að vera til fyrirmyndar. Því að eftir höfðinu dansa limirnir. Fáa eigum vér meiri valdamenn né forystumenn en þingmenn- ina. Það var líka oft sagt í gamla daga, að hitt og þetta væri þinglegt. Var þá fyrst og fremst átt við málflutning þingmanna. Af þeim þingmönnum, sem ég minnist sérstaklega, myndi ég geta tekið Jón heitinn Þorláksson sem dæmi hinna þinglegustu manna. Svo skýr var hann í máli og rökfastur, að jafnvel óundirbúinn flutti hann ræður sínar með þeim hætti, að þær voru sem hrein- skrifaðar til prentunar. Virtist vart nokkuð vansagt né ofsagt frá hans sjónarmiði. Mál sitt flutti hann af mikilli festu og ærnu kappi, oft einstrengingslega. En hann hélt sig að ég ætla alltaf við efnið. Og ekki man ég dæmi þess, að hann veittist með per- sónulegum skömmum að andstæðingum sínum né veldi þeim óvirðuleg nöfn. Og illmæli voru honum ekki tiltæk. Er það misskilningur, að fáir séu nú svona þinglegir? Vissu- lega eigum vér marga mikilhæfa stjórnmálamenn og ýmsa af- burða ræðumenn í þeirra hópi. En það er óneitanlega eins og stundum hlaupi í þá einhver illur andi, þegar sízt skyldi, þegar þeir eru að flytja mál sitt fyrir börn og fullorðna t. d. í áheyrn alþjóðar í Útvarpinu. Flýgur þá margt óþvegið orð, sem margir eru leiðir á. Enda er það hvorki þjóðinni til þroska né skapar helgu þingi æskilega virðingu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.