Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 31
NOKKUR ORÐ UM KIRKJU OG KIRKJUSÖNG 221
Hverf ég svo frá þessum hugleiðingum um stund, og læt hug-
ann fljúga austur á Þingvöll, á fund minninganna, er þar lifa
og vaka, og þyrpast að manni, eins og talandi vottar um mikla
atburði frá löngu liðnum tíma og ávallt nálægum, sem allir
kannast við (Kristnisaga.)
Alþing á að fara að taka til starfa.
Mikil og vandasöm málefni eru fyrir höndum og bíða úrlausnar.
Menn skiptast mjög í flokka, eru sundurlyndir og órólegir.
Þingheimur á úr vöndu að ráða.
Þar má líta vökumenn þjóðarinnar á verði. Einn liggur inni í
tjaldi og breiðir yfir höfuð, en vakir samt og hugsar áreiðan-
iega um að taka farsæla lokaákvörðun.
En svo eru aðrir leiðtogar á ferð, sem eru að reyna að
brugga þjóðinni banaráð, í illri trú, á heiðindóm og fordæðuskap.
Líklega hefir íslenzka þjóðin aldrei verið stödd á jafn alvar-
legum og hættulegum tímamótum eins og á Alþingi sumarið 1000.
Svo iHt og tvísýnt var útlitið framundan.
Hver hefði orðið framtíð lands og þjóðar, ef lýðveldið unga
befði þá látið undan síga, og hafnað kristinni trú? Því er ósvarað.
^víst að íslendingar væru þá frjáls og fullvalda þjóð í dag.
„Þá háskinn stóð sem hæst,
Var hjálp og miskunn næst:
Oss þjáðu þúsund bönd.
En þá kom Drottins hönd.
Og lét oss lífi halda.“
Honum, sem gaf þjóðinni sigur þá, séu eilífar þakkir.
Vitrir og framsýnir drengskapar-menn gengu fram og toku
oiálefnin föstum tökum.
„Ein trú“, og „einn siður —“ kristin kirkja og stjórnarskrá
fara saman. Reist á sama lögvíga grundvelli sem trygging fyr-
ir varanlegum friði og velferð. Og þannig á það að vera alla tíma.
Saga Alþingis er ávallt alvörusaga, og á að vera það. Þar
seni alvaran er, þar er ábyrgðarmikið starf.
Það er heilög skylda allra að standa í samábyrgð fyrir veg
°g virðingu þings og kirkju.