Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 32
222 KIRK JURITIÐ En hvers vegna er ég að rifja upp þessar örlaga-ríku, hug- stæðu minningar? Það er af því, að mér finnst að kristnir menn eigi þar stóra þakkarskuld ógoldna. Hafi sýnt þar og mikið tómlæti og kald- lyndi. Minningin um stærsta og dýrðlegasta atburðinn í sögu ís- lands má ekki fyrnast, eða falla í gleymsku, þó að ár og aldir líði. A Þingvöllum á að reisa þakkar-kirkju, til minningar um kristni- tökuna. Þess vegna er og verður Þingvöllur ávallt heilagur staður í hugum kristninna manna. Það er eins og himneskur unaður Ijómi frá þessum friðsæla stað. Ef nokkurs staðar er verðugt að reisa minningar- og þakkar- kirkju, þá er það á þeim stað. Þar, sem andleg kirkja Jesú Krists reis af grunni, ef svo má orða það. Með sigri kristninnar yfir lieiðindómi. Óskiljanlegt, að þetta hefir ekki verið gert fyrir löngu. En það kemur að því, að menn vakni og minnismerkið verði reist, og þá má ekki láta vanta hljómsterka klukku í kirkjuturninn. Það væri vekjandi og hrífandi að heyra kirkjuklukkuna á Þing- völlum hringja daglega helgan frið yfir allt umhverfi minning- anna þar. Margir eiga þangað leið, oftar en á stórhátíðum. Það liggur líka fyrir að endurreisa prestakallið á Þingvöllum. Það verður vonandi ekki dregið lengi úr þessu. Ég kem aldrei svo á Þingvöll, að ég sé ekki komin þar í kirkju, þar sem er vítt til veggja: Fjallahringurinn fagri, og kirkjuhvelf- ingin blásalur himinsins. Og verður mér þá hugsað til þess, hve voldugur kirkjusöngur mundi hljóma þar hátíðlega. Sá kór væri auðvitað æfður og undirbúinn, í stóru tónlistar- lcórkirkjunni á Skólavörðuholti (Hallgrímskirkju), sem dr. Páll ísólfsson minnist svo réttilega á, í blaðagrein fyrir nokkru, að vanti. Drottinn sjálfur er herra kirkjunnar. Hún á því að stjórnast

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.