Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 35
SJÁ
225
sál þín óðar líkt og auðn, eyðimörk, sólheit, þurr, og hrjóstrug.
Ahrif fegurðarinnar eru döggvar himins á vitund mannsins.
Og Guð er alltaf að gefa þessar döggvar, jafnvel þar sem við
hugðum sízt, streyma þær yfir okkur, svalandi, tærar og ljúfar.
Við verður bara að æfa viðtökuhæfileikann. Fegurðin er ljóminn
af brosi Guðs, þegar liann sagði og segir: Sjá, allt er liarla gott.
Við þurfum bara opin augu og hreint lijarta til að skynja brosið
Við verðum að sjá.
Árelíus Nxelssox.
Enn um „Heims uin ból“
í Kirkjuritinu, 1. hefti 1956, öftustu síðu, er svarað fyrirspum um sálm-
'nn okkar alkunna: Heims tim ból, og þar sagt, að Sveinbjörn Egilsson hafi
þýtt hann úr þýzku. En þetta er ekki rétt. Því sendi ég þessa leiðréttingu,
sem ég vona að birt verði fljótlega.
Fyrir nokkrum árum — einhver tíma skömmu eftir 1943 — kom her út
htil bók. Hún heitir: „Heims um ból, saga Ijóðs og lags.“ Bókin er ekki
ársett. Ilún er eftir Hertha Pauli, Freysteinn Gunnarsson þýddi, en h.f.
Leiftur kostaði hana
I formála segir þýðandinn, að þá séu fyrir nokkru hðin 125 ár frá því
‘V lagið og frum-sálmurinn urðu til. Og enn segir þar:
>,íslenzki sálmurinn Heims um ból, eftir Sveinbjörn Egilsson, rektor,
sem ortur mun vera árið 1849, er ekki þýðing á þýzka salminum. í ljóð-
tttaslum Sveinbjarnar Egilssonar er hann kallaður „Jólalofsöngur og við
Fann þessi athugasemd: „Lagið og hugsunin er tekið eftir þyzka kvæðinu:
•■Stille Nacht.“ Þá segir þar og: „Þess má geta----þýzki sálmurinn er
Sex erindi, en Heims um ból aðeins þrjú, sem kunnugt er.
Þessa litlu bók um lagið Heims um ból og frumsálminn ættu sem flestir
að lesa, sem langar til að kynnast sögu þessa fræga lags og fagra. — Um
uPprunalega sálminn, sem lagið var samið við, getum við ekki talað -
aWnnt -, hann hefir ekki enn verið þýddur á íslenzku. En þeir, sem geta
les'ð önnur tungumál og ná í sálmabækur á þeim málum, geta kynnzt hon-
Urn þar. Hann er eftir séra Josep Mohr, sem þá — 1818 — var prestur í
htlu fjallaþorpi i austurrísku Ölpunum, upp af Salzburg. En lagið er eftir
^arnakennarann þar í þorpinu, en hann hét Franz Xaver Gruber.
Steindór Bjömsson.
15