Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 47

Kirkjuritið - 01.05.1956, Side 47
INNLENDAR FRETTIR 237 Minningarsjóður um Þorstein prófast Briem. Nokkrir menn hafa efnt til sjóðs þessa, sem vera á virðingar- og þakklætisvottur fyrir störf séra Þorsteins. Þau fyrirmæli em sett um sjóðinn, að vextir séu lagðir við höf- uðstólinn, en á aldarafmæli prófastsins hinn 3. júlí 1985 verði 1/4 — einn fjórði — hluti sjóðsins fluttur með vöxtum frá nýári yfir í viðskiptabók nr. 655 við aðaldeild Söfnunarsjóðsins, sem er eign Kristnisjóðs íslands. Eftir 25 ár þar frá (3. júlí 2010) skal aftur fluttur 1/4 — einn fjórði — hluti minn- ingarsjóðsins í hina sömu bók Kristnisjóðsins og þannig áfram 25. hvert ár, þegar ártöl enda á 10—35—60—85. Sérstaklega er Kristnisjóðnum falið styrkja með fé úr sjóðnum menn, er áhuga hafa á að auka þekkingu sma og annara á sálmafræði. Kristilegt Skólablað. Þetta er málgagn Kristilegra skólasamtaka og kemur út einu sinni á ári. Félagsskapurinn er nú 10 ára. Félagar em ungl- u^gar úr flestum framhaldsskólum höfuðborgarinnar. Fyrsti formaðurinn var Jónas Gíslason, nú prestur í Vík. Núverandi formaður er Sigurður Páls- s°n nemandi í Kennaraskólanum. — Blaðið er vandað að öllum frágangi. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavik hefir gefið kirkjunni vandað gólfteppi, sem þekur allt góK kirkjunnar í kór og fyrir innan bekki, og ganginn milli bekkja út að dyram. Er félagið nú hálfrar aldar gamalt og kefir verið safnaðarstarfinu styrk stoð frá upphafi. Dr. Páll Isólfsson hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um lag við Kan- tötu séra Sigurðar Einarssonar. Dr. V. Urbanchic önnur. Fyrir skömmu fluttu þau séra Gunnar Árnason, Jónas Jónsson fyrrv. ráðherra, frú Lára Sigurbjörnsdóttir og Magnús Jónsson skólastjóri stutt erindi í útvarpinu um glæparitin. Nú hafa þau merku tíðindi gerzt að Þingeyingar hafa ákveðið að koma í veg fyrir að þess háttar rit séu til sölu a Húsavík. Verður væntanlega skýrt nánar frá þessu siðar. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.