Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 3
Nýr biskup.
Prófessor Sigurbjörn Einarsson var kosinn lögmætri
kosningu sem biskup yfir íslandi. Tekur við embætti sínu
1. júlí n. k., eftir að hafa verið vígður í upphafi synod-
unnar.
Herra Sigurbjörn Einarsson er fæddur 30. júní 1911 á
Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Foreldrar hans voru Einar
Sigurfinnsson, síðar bóndi á Iðu í Biskupstungum, og kona
hans Gíslrún Sigurbergsdóttir. Hann er kvæntur Magneu
Þorkelsdóttur, og eiga þau 8 börn.
Að loknu stúdentsprófi nam electus almenn tmar-
bragðavísindi, grísku og klassíska fornfræði í Uppsala-
háskóla, og varð fil. kand. við Stokkhólmsháskóla 1937.
Cand. theol. við Hlsl. 1938. Stundaði síðar framhaldsnám
í Englandi, Svíþjóð og víðar. Prestsvígður til Breiðabóls-
staðar á Skógarströnd 1938. Veitt Hallgrímsprestakall í
Reykjavík 1941. Háskólakennari í guðfræði frá 1944. Höf-
uðkennslugreinar: Trúfræði og almenn trúarbragðafræði.
Sigurbjörn electus Einarsson varð þegar á unga aldri
Þjóðkunnur mælskumaður og rithöfundur. Hann var mjög
dáður prestur þann tíma, sem hann gegndi því starfi. Af
ritum hans nægir að nefna hér Indversk trúarbrögð 1—2,
Trúarbrögð mannkyns, Opinberun Jóhannesar (skýringar-
rit), og Meðan þín náð (prédikanasafn). Hann hefir og
Þýtt margar bækur, m. a. prédikanir Kaj Munks.
Hinn nýi biskup sezt tiltölulega ungur að stóli. Kosn-
ing hans sýnir ljóst, að hann nýtur almenns trausts, og
íer ekki leynt, að af honum er mikils vænzt, ekki ein-
göngu af prestastéttinni, heldur einnig þjóðinni.
Vér árnum honum heilla og biðjum honum blessunar.
Guð gefi, að honum megi auðnast að vera sannur, trúr
°g mikilvirkur leiðtogi Kirkju Krists í landi voru, og fái
Þjóð vor notið sem bezt krafta hans og áhrifa.
10