Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 6
Séra Friðrik J. Raínar vígslubiskup. F. 14. febr. 1891 — D. 21. marz 1959. [Rœöa Ásmundar Guðmundssonar í Akureyrarkirkju viö útför hans.] Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig gamga í sannleika þínum og kenn mér, því aö þú ert Guö hjálpræöis míns. Sálm. 25, 4—5. I. Svo bað forðum sálmaskáldið hebreska. Og sú er enn í dag bæn kristins manns. Og mér virðast nú þessi orð hljóma eins og sigur- söngur páskanna yfir líkbörum séra Friðriks Rafnars vígslubiskups, vin- ar míns og starfsbróður, sem ég er kominn hingað að kveðja minn- ingar og þakkar orðum. Svarið við þessari bæn var þátturinn að ofan, sem hélt uppi lífi hans og starfi. II. Hann var alinn upp á góðu prests- heimili, innrætt ást og virðing fyrir kirkju og kristindómi, og dáði prestsstarf föður síns. Jafnframt hvíldi þar yfir mikil lífs- alvara, er systkin hans urðu hvert af öðru að heyja hinzta stríð við hvíta dauða. Hvorttveggja mótaði hann djúpt. Hann yfir- gaf foreldrahúsin og tók að vinna fyrir sér í öðru landi. En það veitti honum ekki fullnægju. Honum varð það ljóst smám saman, að bezt mundi hann þjóna Guði sínum með því að gjör- ast prestur. Og í þeim hug hóf hann menntaskólanám og háskóla. Guð vísaði honum vegu sína, kenndi honum stigu sína.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.