Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 7

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 7
KIRKJURITIÐ 149 m. Ég minnist þess glöggt, er fundum okkar bar saman vorið 1916. Mér fannst hann vera manna glæsilegastur og glaðastur. Hann var þá nýlega kvæntur og settur prestur í Útskálapresta- kalli. Hann hafði fundið það, sem hann leitaði. Lífið brosti við honum. Seinna heimsótti ég hann og fór með honum á kirkjur hans. Hann talaði við mig um yndi prestsstarfsins og las mér ræður sínar. Þær voru miðaðar við daglega lífið, eins og það er, og báru vitni um einlægni og frjálslyndi, sannleiksást og heita trú á Guði hjálpræðis hans. Þegar Jón biskup Helgason vísiteraði þar syðra, bar hann fram venjulega spurningu sína um það, hvernig safnaðarfólk- inu félli við prest sinn. En þá var eins og öllum kæmi eitt og hið sama í hug. Enginn sagði neitt, en hver maður reis úr sæti til heiðurs og þakklætis við prest sinn. Það var fögur og hríf- andi stund. Og biskup gaf honum þennan vitnisburð: ,,Þú hefir með viðurkenndri skyldurækni þinni og trúmennsku í starfinu ekki aðeins áunnið þér hylli og traust safnaðanna allra, sem þú hefir starfað hjá — heldur einnig hylli og traust embættis- bræðra þinna.“ Þannig starfaði séra Friðrik í Útskálaprestakalli við sívax- andi vinsældir í 11 y2 ár. Hörmuðu sóknarbörn hans syðra burt- för hans til Akureyrar og söknuðu hans mjög, en skildu þó heimþrá hans til átthaganna. En hug hans til þeirra aftur á móti má t.d. sjá af því, að húsið, sem hann reisti sér á síðustu árum, nefndi hann Útskála. IV. Prestsstörf séra Friðriks jukust að miklum mun, er hann gerðist prestur hér á Akureyri, því að það prestakall var enn fjölmennara, og mannfjöldi þar óx jafnt og þétt. Var það eitt af allra fjölmennustu prestaköllum landsins, og þjónaði hann því, sem vér vitum, í 27 ár, 1927—1954. Ýmsir vaxa með auknu starfi, og svo var um séra Frikrik. Hann var trúr hugsjón sinni og setti von sína og traust á Guð: Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.