Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 10
152 KIRKJURITIÐ gleði og sorg. Starfið var svo mikið, að hann vissi, að það var honum sjálfum langt um megn. En hann lærði það á vegferð sinni að hætta að treysta sjálfum sér, en treysta í þess stað Guði. í bænarhug gekk hann að sínu mikla starfi: Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns. Hann var félagsmaður góður og vel fallinn til kirkjulegrar forystu, mikils virtur, ágætlega lærður í kirkjulögum, ritfær hið bezta, prýðilega máli farinn og gæddur fagurri söngrödd. Voru honum falin ýmiss konar trúnaðarstörf, einkum kirkjuleg, m. a. af Prestafélagi íslands. Þegar á 1. prestsskaparári hér var hann kjörinn í stjórn Prestafélags Hólastiftis, og frá 1937 var hann formaður þess við góðan orðstír. Sama ár var hann einnig kosinn vígslubiskup í Hólastifti hinu forna og vígður biskupsvígslu að Hólum af Jóni biskupi Helgasyni. Vígslustund hans hinn fagra síðsumar- dag fyrir altari Dómkirkjunnar er mér heilög og ógleymanleg. Jón biskup minntist Friðriks af Saxlandi, fyrsta biskupsins, er stigið hefði fæti á íslenzka grund, svo að kunnugt væri, og tal- inn hefði verið postullegastur í anda og athæfi allra þeirra manna, er hér boðuðu kristni. Kvaðst hann einnig vænta nafna hans góðs vitnisburðar að leiðarlokum. Fáum árum síðar kusu embættisbræður séra Friðriks hann að prófasti í Eyjafjarðarprófastsdæmi, og vann hann prófasts- störfin með sömu trúmennsku sem önnur störf sín, hollur vin- ur og ráðgjafi prestanna. Haun naut óskoraðs trausts þeirra og ástsældar, í héraði, á Norðurlandi, já, um land allt. vn. Ég gat þess, hve prestsstarf séra Friðriks hefði verið mikið hér í þessu fjölmenna prestakalli. Það var svo alla tíð, enda þótt dugmikill og áhugasamur prestur bættist við til þjónust- unnar. Ég hygg, að engum sé fyllilega ljóst, hve stórt það verk- efni er, nema sjálfur reyni. Þessu mikla starfi gegndi séra Frið- rik um fjölda ára, svo að hvergi sveif, og er það afreksmann- anna einna. Daginn, sem hann kvaddi þennan heim, var ég á

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.