Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 11

Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 11
KIRKJURITIÐ 153 málverkasýningu Ásgríms Jónssonar. Ég gekk stofu úr stofu og virti fyrir mér myndirnar mörgu á veggjunum, sem voru þó ekki nema nokkur hluti af þeim, sem listamaðurinn hafði mál- að, og ég undraðist og dáði dagsverk hans. En er minna dags- verk prests eins og séra Friðriks Rafnars í söfnuði þúsunda, þar sem gefnar eru guðlegar myndir frá heimi gleðiboðskapar- ins og umgerðin mannshjörtu, ungra og gamalla? Ég man eftir stuttri ræðu, sem hann flutti einu sinni í lok almenns kirkjufundar. Hann benti á mynd Krists yfir ræðu- palli í fundarsalnum og sagði: Lítið á, hvernig við endurspegl- umst öll í þessari mynd. Þetta skal minna okkur á boðskap Krists, að við eigum öll að vera eitt- í honum. Var það ekki einmitt æfihugsjón séra Friðriks að biðja Guð að leiða sig og láta sig ganga í sannleik hans og kenna sér, svo að hann gæti boðað Krist — eða eins og Páll postuli komst að orði, svo að Kristur mætti verða uppmálaður fyrir augum safnaðarins. VIII. Þótt heilsan bilaði, var hugurinn hinn sami að vinna sitt mikla verk. Átti það við um hann, sem hann ritaði um föður sinn: „Hann mun oft hafa þurft að taka nærri sér, þó hann kvartaði ekki né léti bugast.“ Hann hélt áfram störfum með karlmannlegu þreki og æðrulausri rósemi, meðan mátti. Oss þykir dapurleg stundum fallvelti lífsins — þegar bjart Ijós fölskvast á veiku skari. Bréf hans til mín urðu styttri, en alltaf andaði frá þeim sönn ástúð. Seinasta bréfið var skrifað 2. júní 1956: „Þú skalt ekki búast við mér á Skálholtshátíðina. Heilsu minni svo farið, að læknar mínir hafa dregið úr mér að fara þangað. Mér þykir þetta leiðinlegt, því að ég ætlaði að fara. Ég er að vissu leyti mállaus og á bágt með að gjöra mig skilj- anlegan. Gleðilega hátíð.“ Það er gott „að vita nú, hver þraut sé þrotin, hinn þungi hlekkur dauðans sundur brotinn." En orðstír deyr eigi. Prestastétt íslands nær og f jær og vér

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.