Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 12
154 KIRKJURITIÐ öll drúpum höfði við líkbörur hans og biðjum blessunar minn- ingu hans og ávöxtum starfa hans, honum sjálfum og ástvinum hans. Kirkja vor vottar honum þökk og mun minnast hans sem eins af beztu þjónum sínum, og svipmestu leiðtogum á þessari öld. IX. En jafnframt hlýt ég að þakka konu hans, frú Ásdísi Rafnar. Hún hefir staðið fagurlega við hlið honum í starfi og stríði langrar æfi, unnið með honum vel og trúlega. Guð einn veit, hversu hún hefir gegnt skyldum við hann, safnaðarfólk hans, ástvini og heimili. Og mikið var starf hennar með honum, elj- an og þrautseigja, er þessi veglega kirkja reis. Ég efa ekki, að séra Friðrik hefir þakkað henni blessun starfa sinna og Guði, er gaf honum hana frá morgni til kvölds. Við hlið nafns hans á einnig að geymast í heiðri og þökk hennar nafn. Og ekki fær dauðinn aðskilið anda, sem unnast, heldur greiðir kærleiks- bænin veginn milli himins og jarðar. Guð gefi henni og börn- um þeirra, bróður hans og öðrum ástvinum að lifa með honum áfram lífi hjartans í trausti til páskaboðskapar Krists: Ég lifi og þér munuð lifa. X. Páskatíminn er runninn upp eftir dymbilvikuna, vorið nálg- ast. Mér er sem ég heyri bænarorð berast að eyrum vorum, enn mildar en vorblæ: Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis þíns. Þannig mun vinur vor heilsa eilífðinni og störfum hennar. En sízt viljum vér tala um svefn við hann. Lærisveinshlutverkið er hið sama á himni og jörðu og frels- arinn hinn sami. Enn eins og forðum sjá lærisveinarnir hann á ströndinni, er birtir af degi. Gakk heill vinur á fund frelsara þíns til vígslu Heilags Anda.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.