Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 18

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 18
160 KIRKJURITIÐ sannast sagt hugsa ég, að vér sjáum ekki of langt, þótt vér reynum öll að skyggnast eins út og upp og vér getum, en blín- um ekki aðeins á moldina og tærnar í líkingum talað. Og þótt það sé vafalaust mikil náðargjöf, hvað vér vitum fátt fyrir, er ekki að efa, að draumarnir hafa sitt hlutverk, margir a. m. k. Þar er enn heil álfa, ef ekki sólkerfi, órann- sakað. Lítt kannaö rannsóknarsvið. í framhaldi af þessu er rétt að benda á annað, sem ég hefi áður að vikið. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Menn gera ósjaldan mikið úr miðöldunum. Var þá samt mikið friðar- tímabil, og sjaldan hafa skáldskapur og listir staðið með meiri blóma. Og segja mætti, að vísindi þeirra tíma hefðu að sínu leyti verið eins bundin við sálina og hið andlega, eins og vor við líkamann og efnisheiminn. Og ef ég ætti í stuttu máli að færa einhver rök að gagnsemi þess eða útkomu, mundi ég benda á mann eins og heilagan Fransiskus. Það er hægur vandi að kalla hann öfgamann, og engum kemur til hugar, að allir geti verið hans likar. En hann er samt einn þeirra frumherja, sem hafa breytt hugarfari margra kynslóða örlítið í betri átt. Ég hika ekki við að fullyrða, að andi hans er ólíkt fegurri og lífsælli en hinn svokallaði atómandi nútímans. Annað og meira. Mannúð og göfgi Fransiskusar sýnir, hvað unnt er að kalla fram í mannssálinni, ef vaxtarþrá hennar beinist í rétta átt. Mér virðist ekki nokkur vafi á því, að senn líður að því, að það verður viðurkennt, að rannsóknum manna hefir um skeið verið beint alltof einhæft í sérstaka átt. Markmið þeirra er að ná yfirráðum yfir gæðum og kröftum jarðarinnar, og því miður meira að segja frekar í þeim tilgangi, að ákveðnar þjóðir geti drottnað í heiminum, heldur en í því augnamiði, að öllum mönnum líði sem bezt. Ef sú væri meiningin, þá væri margt öðruvísi í öllum heimsálfum, og þá væri líka ekki minna fé og tíma eytt í að rannsaka andann en efnið. Hver veit það ekki af sjálfum sér, að enn meira máli skiptir um heilbrigði sálar- lífsins en jafnvel líkamans, þótt vitanlega verki hvort á annað? Og hver getur neitað, að á meðan ekki verður afsannað það, sem kristnir menn telja sannað, að lif sé eftir dauðann, þá er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.