Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 22

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 22
164 KIRKJURITIÐ slíkt vart eiga heima á þessum vettvangi, er því til að svara, að hér ræðir um íorna dyggð, sem víða er getið í heilagri Ritn- ingu. Og það varðar kirkjuna miklu, ef vér hér eða annars stað- ar hegðum oss óskynsamlega, gerum einhver glapræði. Sé það satt, sem allir segja, að vér lifum um efni fram, verðum vér í alvöru að draga úr kröfunum og auka nýtnina. Svo segir í Helgakveri: „Fjármuna til eigin þarfa og öðrum til hjálpar eigum vér að afla oss með iðjusemi, reglusemi og sparsemi, en forðast leti og iðjuleysi, óreglu og eyðslusemi, ágirnd og nízku.“ -— Þetta er enn góður og gildur lærdómur, bæði fyrir börn og fullorðna. Húsgangar. Hér eru að lokum nokkrar heilræðavísur, sem enn er vert að rifja upp og halda á lofti: Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi, gerðu honum gott, en grættu hann eigi, Guð mun launa á efsta degi. Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái að falla, hver einn gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. Gott er að vera guðhræddur og góður maður, illt er að vera illviljaður, illt er að bera róg og slaður. Leita sóma sannleikans, safna blóma dyggða, neita hljómi hégómans, hafna grómi styggða. (Sigurður á Heiði). Margir leita langt um kring lukkunnar, og kvarta; vita ei, að þetta þing þó ber hver í hjarta. (Ól. Briem á Grund). Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.