Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 29

Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 29
KIRKJURITIÐ 171 fékk hótanir um, að honum skyldi ekki hlíft. Og það er ekkert spaug að eiga allt sitt undir orðum og gjörðum annarra, jafn- vel þótt þeir um tíma hafi verið góðir félagar. Loks rennur það upp fyrir mér, að eina vonin um að sleppa úr þessu ástandi er sú, að allt komist upp og lögreglan skerist i leikinn. Tíminn leið,“ sagði vinur minn, ,,og ég var orðinn svo á taugum, að ég gat í rauninni hvorki borðað, sofið, skemmt mér né unnið. Ef bíll nam staðar við húsdyrnar, síminn hringdi eða lögreglu- þjónn nam staðar á götu, fékk ég hjartslátt. Samneytið við for- eldra og systkini á heimilinu var orðið að sárustu kvöl, og þeg- ar lögreglan loksins barði að dyrum og ég var tekinn fastur, var að minnsta kosti í svipinn létt af mér hinu þunga fargi. I staðinn fyrir ævintýrið var þó kominn kaldur og ömurlegur veruleiki." Lengra rek ég ekki þessa sögu. Sá, sem sagði mér hana, hefir nú í mörg ár lifað sem heiðarlegur borgari og kemur ekki þessu máli lengur við. En því get ég um þetta hér, að hann er ekk- ert einsdæmi, heldur einn hinna mörgu, sem á æskuskeiði hef- ir leiðzt út í það að verða afbrotamaður. Og þótt ekki væru til nema fáein slík dæmi, er það alveg nægilegt til þess að sýna, að hér er um vandamál að ræða, sem ekki má hugsa um með léttúð og láta eins og engu skipti, hvernig með er farið. Vér verðum að vera raunhæf og hafa opin augun fyrir því, að voði er á ferðum, og sízt af öllu má líta á voðann sem einhvers konar skemmtun fyrir fólkið. Tilefni þessara orða minna og þessa erindis yfirleitt, er það, að í sumar sem leið sat ég í Stokkhólmi heimsþing, sem fjall- aði um afbrotamál barna og unglinga. Til þess var boðað af sænsku ríkisstjórninni, að tilhlutan íélags, sem nefnist (á frönsku) ,,La société internationale de défense sociale", eða alheimssamtök til verndar þjóðfélaginu. Er félag þetta til orð- ið upp úr styrjöldinni, mest fyrir forgöngu Itala, að ég hygg. Annars eru meðlimir þess í flestum menningarlöndum. Það hefir þegar staðið að útgáfu margra ritgerða og bóka, sem sumar eru árangur af samstarfi sérfræðinga í ýmsum löndum, sérstaklega varðandi orsakir og meðferð afbrota og glæpa. Stefnu félagsins mætti kalla verndarstefnu. Þetta var fimmta heimsþingið, er samtökin stóðu fyrir, og skyldi það haldið til þess, að fólk, er starfaði að afbrotamálum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.