Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 36

Kirkjuritið - 01.04.1959, Síða 36
178 KIRKJURITIÐ tilliti. í því sambandi hefir verið bent á þau tímabil bernsku og æsku, þegar mestu breytingarnar eiga sér stað, t. d. þegar barnið fer fyrst að ganga í skóla og losnar úr tengslum við heimilið, 6—7 ára gamalt, og síðan þegar kynþroskinn segir til sín, og svo á hinu alkunna gelgjuskeiði, þegar einstakling- urinn er í rauninni hvorki barn né fullorðinn. — í japönsku skýrslunni, sem ég nefndi, er yfirlit um það, hvenær flest af- brot eru drýgð þar í landi, miðað við aldur unglinganna. Þar verður allmikið stökk kringum 8 ára aldur, en síðan hækkar talan nokkurn veginn stöðugt til 16 eða 17 ára aldurs, en 14 —15 ára aldurinn virðist þó marka ákveðið spor í þróuninni. Ég hefi fyrir framan mig síðustu skýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur (frá 1957). Þar virðist 8 ára aldurinn einnig marka nokkurt spor, síðan 11 ára aldurinn, en 14 og þó sér- staklega 15 ára aldurinn mynda hámarkið. Nú er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir einu þýðingarmikiu atriði, sem sé því, að afbrot eiga ekki saman nema nafnið, hvorki þegar litið er á hvatirnar né verkið sjálft. Mestur hluti þeirra afbrota, sem framin eru af börnum og unglingum, eru hin svonefndu æskubrek, framin vegna vanþroska barnsins, svo sem hnupl og skemmdarverk ýmiss konar, brot á húsaga og skólaaga o. s. frv. Þau eru sprottin af skammsýni unglings- ins, sem ekki athugar afleiðingar verka sinna, stundum af löng- un til að sýna sig mikinn mann í hópi félaganna, misskilinni ævintýraþörf o. s. frv. Yfirleitt eldist þetta af æskumanninum, þegar honum vex fiskur um hrygg. Maður, sem er þaulkunn- ugur þessum málum hér í Reykjavík, hefir tjáð mér, að allur þorri unglinga hætti brekum sínum kringum 6 ára aldur, svo framarlega sem þeir leiðast ekki út í vínnautn. Það eru sjopp- urnar og áfengisskröllin til sjávar og sveita, sem eiga heiður- inn af því að breyta mörgum brekóttum unglingi í afbrota- mann. En nú eru einnig til unglingar, sem eru svo seinþroska, að þeir virðast ekki hafa komizt yfir örðugleika gelgjuskeiðs- ins fyrr en löngu eftir þann aldur, sem annars er eðlilegur. Af kynnum mínum við unga afbrotamenn, allt fram yfir tví- tugsaldur, hefi ég fyrir mitt leyti þótzt veita því athygli, að margir þeirra standi í rauninni á þroskaskeiði, er samsvari miklu lægra aldursskeiði en þeir eru á. Hjá mönnum um og yfir tvítugt kemur fram hugsunarháttur, sem samsvarar gelgju-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.