Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 37

Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 37
KIRKJURITIÐ 179 skeiði unglings, sem ekki er farinn að vakna til meðvitundar um hlutverk sitt sem ábyrgs borgara í lögbundnu þjóðfélagi. Önnur tegund afbrota, auk brekanna, eru þau, sem spretta af því, að einstaklingurinn hefir ekki fengið hið rétta viðhorf gagnvart samfélaginu. Það er alkunna, að hjá mörgum ungl- ingum kemur fram óánægja og hörð gagnrýni á því samfélagi, sem barnið er alið upp í. Unglingurinn finnur í mörgu vanmátt sinn, því að lífið og vandamál þess eru harla flókin frá sjónar- miði þess manns, er rekur sig á fyrstu örðugleikana. Af þessu sprettur hin margumtalaða „uppreisn æskunnar11 gegn öllum þeim, er verið hafa yfirvöld hennar, það sem af er ævinni, for- eldrum, kennurum og lögreglu. Þessi óánægja getur fengið út- rás á fleiri en einn veg. Hjá sumum verður hún lítið annað en aðfinnslur gagnvart öllu og öllum. Hjá öðrum verður hún hvöt til umbóta og breytinga, en hjá þriðja flokknum að virkri and- stöðu við þjóðfélagið sjálft, og kemur fram í ólöghlýðni, skeyt- ingarleysi um siðaboð og reglur, og loks svo alvarlegum af- brotum, að maðurinn virðist verða alveg á valdi uppreisnar- innar. Það eru þessir menn, sem verða óvinir þjóðfélagsins, og um leið óvinir sjálfs sín, Af þessu, sem hér hefir verið sagt, leiðir það, að í öllum sið- menntuðum löndum brjóta menn heilann um, hvaða meðferð sé heppilegust á þeim unglingum, sem farnir eru að hneigjast til afbrota, allt frá svonefndum vandræðabörnum til hreinna afbrotamanna. Um þær meginreglur, sem gilda ættu um þessi efni, var mikið rætt á þinginu. Og voru menn sammála um, að hér yrði að fara uppeldisleiðina, svo langt sem auðið væri. Fyrst og fremst yrði að fara fram sem nákvæmust rannsókn á hverjum einstaklingi, og að því er börnin snerti reyna að fá foreldra og aðra uppalendur til samvinnu, svo framarlega sem þau væru til þess fær. Skipulagið sjálft virðist vera nokk- uð margvíslegt í hinum ýmsu löndum. Það, sem frá sjónar- miði íslendings var einna eftirtektarverðast, var einmitt þetta, aö reyndir sérfræðingar í öðrum löndum eru í æ ríkara mæli að komast inn á þá stefnu, sem fylgt hefir verið hér í voru litla þjóðfélagi, að því er barnaverndarmálin snertir, en það er að koma vandræðabörnunum fyrir á góðum heimilum, þar sem þau venjast á að lifa eðlilegu lífi, fjarri áhrifum þess um- hverfis, sem þau hafa vanizt. Annars munu aðferðirnar víðast

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.