Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 40

Kirkjuritið - 01.04.1959, Side 40
182 KIllKJU RITIÐ neinum kringumstæðum heima í venjulegu fangelsi. — Slíka stofnun sem þessa þarf að reka með sérmenntuðu starfsliði, og væri það verkefni fyrir ungan, vel menntaðan mann að kynna sér stofnanir erlendis, þar sem þær þykja beztar, eða þjóðhættir eru líkastir vorum eigin. En þá þarf um leið að skap- ast það almenningsálit, að slík vinnuhæli eða skólar séu upp- eldisstofnanir, en ekki fangelsi í hinum gamla skilningi. Rang- ur skilningur almennings getur stórspillt árangrinum. Það er t. d. alls ekki viðeigandi, að unglingar, sem valda vandræðum á slíkum stofnunum, séu gerðir að margra mánaða fréttamat í blöðum. Slík blaðaskrif hafa ekki aðeins óholl áhrif á stofnan- irnar, heldur einnig á menn þá, sem um er að ræða. Auk þess koma þau þeim vitlausu hugmyndum inn hjá blaðalesendum, að ekki sé neinn eðlismunur á því, hvort seinþroska unglingur sleppur úr gæzlu á vinnuhæli eða harðsvíraður glæpamaður úr Sing-Sing. — Hér læt ég staðar numið í þessum hugleiðingum, en vil að lokum draga niðurstöður mínar saman í eftirfarandi atriðum: 1. Meðferð þjóðfélagsins á afbrotamanni, á hvaða aldursskeiði sem er, á að miðast við að gera hvem einstakling aö nýt- um manni. 2. Til þess að vita, hvað hæfir hverjum og einum, þarf ná- kvæma rannsókn og athugun á hverjum einstaklingi, upp- eldi hans og umhverfi, líkamlegum og andlegum þroska. 3. Sérstaka áherzlu ber að leggja á verndun og uppeldi, og í því skyni þarf að hagnýta alla fáanlega hjálp heimila og vinnustööva, en auk þess að reisa uppeldisheimili, til við- bótar þeim, sem fyrir eru, bæði fyrir pilta og stúlkur. 4. Stofnun þarf að vera til, sem sérstaklega er ætluð ungum afbrotamönnum, sem ekki eiga heima í venjulegu fangelsi. Hana þurfum vér að fá sem allra fyrst. Rit: Bulletin de ia société internationale de défense sociale 1956—1957, No. 3. L’intervention administrative ou judiciaire en matiére d’enfance et d’adolescence solialement inadaptées. ■— Rapport général d’infor- mtion, présenté par le Centro Nazionale di Prevenzione e Difes Sociale, Milano. — Stockholm 25—30 aout. Les Stades du développement des mineurs socialement inadaptés, rap-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.