Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 43

Kirkjuritið - 01.04.1959, Page 43
KIRKJURITIÐ 185 svipta hann hamingju og hjálpræði. Leikurinn er þýzkur að uppruna. Unga fólkið, sem flutti leikinn, gerði það af mikilli þjálfun og innlifun í boðskapinn, svo að ekki var unnt annað en hríf- ast með. Ég hafði ekki mikla trú á slíkri túlkun fagnaðarerind- isins, en þessu unga fólki tókst að tjá boðskapinn svo fallega og á svo áhrifaríkan hátt, að hann náði tökum á áhorfendum. Guðsþjónustunni lauk með altarisþjónustu samkvæmt helgi- siðabók kirkjunnar. Við guðsþjónustuna söng unglingakór St. Göranskirkju m. a. verk eftir Bach. Er algengt, að unglingakórar, drengja- eða stúlknakórar eða blandaðir kórar drengja og stúlkna, starfi við kirkjur í Stokkhólmi og syngi við hátíðleg tækifæri eða eitt eða tvö klassisk kirkjutónverk við hámessu. Er það yfirleitt hrífandi söngur. Auðvelt ætti að vera að þjálfa slíka unglinga- kóra við kirkjur í Reykjavík og á hinum fjölmennari stöðum hér á landi. Mundi slíkt án efa glæða áhuga æskufólksins á kirkjunni og kalla fram hjá því vinarhug til hennar. Að guðsþjónustu lokinni var sameiginleg tedrykkja í safn- aðarhúsi St. Göranssafnaðar. Þar vitnuðu nokkrir unglingar um trú sína og trúarreynslu og blessun þá, sem þeir hefðu af því haft að lesa Biblíuna sína og tileinka sér Guðs orð. Annars krefjast ekki kirkjulegu æskulýðsfélögin trúarvitnis- burðar né neinnar opinberrar játningar af meðlimum sínum. Hins vegar eru æskulýðsleiðtogarnir í félögunum og stjórn- endur hinna ýmsu starfshópa vitanlega valdir með það fyrir augum, að þeir séu reyndir í trúnni. Á laugardagsmorgun hófst þingið á ný með hámessu í St. Jakobskirkju. Sú guðsþjónusta er ein hin eftirminnilegasta, sem óg hefi verið við, sakir hátíðleika og fegurðar. Kirkjan var svo þéttskipuð fólki á öllum aldri, að fjöldi manns varð að standa alla messuna, og var naumast hægt að snúa sér við vegna þrengsla. Á hverjum bekksenda var komið fyrir stjaka með háu kerti. Var hátíðlegt um að litast, er kveikt hafði verið á öllum kertunum. Hámessan fór fram með sama hætti og venjulega, að öðru leyti en því, að tveir prestar í fullum skrúða þjónuðu fyrir alt- ari og tveir ungir menn stóðu sinn hvorum megin við altarið, °g !as annar þeirra pistil dagsins, en hinn guðspjallið. Söng-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.