Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.04.1959, Qupperneq 47
KIRKJURITIÐ 189 til Guðs borðs. Það er sjón, sem mun aldrei gleymast okkur. Eftir messu var aftur ekið til Graninge. Fóru þá fram þing- störf. Málum var skilað úr nefndum og þau rædd. Kosið var í stjórn samtakanna o. s. frv. Fundarhöldin voru skemmtileg. Pastor primarius stjórnaði fundi af röggsemi og virðuleik, þótt fundarhamarinn væri ekki neinn kjörgripur. Honum var feng- in grautarsleif til að stjórna með. Vakti það mikla hrifningu hjá þeim ungu. Fundarhöldin eru ekki í frásögur færandi nema fyrir eitt. Ég var hrifinn af því, hve allir, sem tóku til máls, voru stuttorðir og gagnorðir. Það var alveg öfugt við það, sem alltítt er á mannfundum, þar sem svo virðist, að flestir, sem til máls taka, telji það skyldu sína að tala sem lengst. Hér reyndu allir að segja sem mest í sem stytztu máli og hugsa um það, að sem flestir fengju tækifæri til að tjá sig. Eftir þingslit flutti hovpredikant S.-A. Rosenberg erindi, sem sem hann nefndi: „Viðhorf Biblíunnar til mín.“ Var það áhrifa- mikið erindi — sterkur og vekjandi boðskapur. Að erindinu loknu var samkomusalnum breytt í kirkju. Alt- arið var sett upp. — Prestur klæddist messuskrúða og gekk fyrir altarið. Sunginn var kvöldsálmur og kvöldbænin lesin. Samverustundin var á enda. Vagnarnir biðu þess að flytja okkur heim. Ég hefi nú lýst í stórum dráttum, hvernig æskulýðsþingið fór fram, og er það í rauninni mynd af öllum æskulýðsmótum í Svíþjóð. Því miður vantar þó í þessa mynd það, sem mest er um vert — en ekki er auðgert að lýsa: Það, sem Drottinn sjálf- ur lagði til með návist sinni — með helgun þeirri og blessun, sem hann breiddi yfir þennan samfund hins unga kristna sænska fólks. Gott er með því að vera. Ég vil svo ljúka þessum línum með því að bera biskupi ís- lands og íslenzku kirkjunni innilega kveðju frá forseta æsku- lýðsþingsins, pastor primarius, Olle Nystedt. Undir þá kveðju tóku allir þingfulltrúar. Erlendur Sigmundsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.