Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 9
KIRKJURITIO 247 feröast milli hnatta en eldflaugarnar. Þegar vísindunum verð- ur nieira snúið að liinum innra lieimi, verður allt mögulegt fyrir Guði. ★ Illir andar Sumir kirkjunnar menn liafa af hjátrú og misskilningi tjáð sig vera á móti öllum rannsóknum á þessum málum, af því að þeir liafa fengið þá liugmynd, að allir andar, sem menn kom- ast þannig í kynni við, séu illir andar, og því sé liáski að gefa þessu gaum. Þetta er álíka skynsamlegt og ef menn liættu að skipta sér af öðrum mönnum, af því að til eru hættulegir menn. Auðvit- að má gera ráð fyrir því, að líf annars lieims geti sums stað- ar verið verra en hér. En jafnsennilegt er, að það sé líka víða miklu betra. Þetta er það, sem trúarbrögðin liafa nefnt himna- n'ki og helvíti og er sjálfsagt að reyna að öðlast þekkingu á þessu eins og öllu öðru. Til þess eru vítin að varast þau. Þekk- ingin kemur oss ekki síður að gagni þar en annars staðar. Og hlutverk trúarbragðanna er vitanlega að rannsaka þessi efni og fræða um þau eftir fremsta megni. Eins og allir aðrir trúarbragðahöfundar, talaði Kristur um himnaríki og víti og gekk þess ekki dulinn að til væri vegur til ófarnaðar eða glötunar, ef illa væri lifað. Þetta er líka auð- sætt bara af reynslu vorri hér í heimi. Lífið á Jiessari stjörnu getur orðið unaðslegt eða ægilegt eftir Jjví, hvernig er lifað. ★ Betra umrœ'öucjni Þetta þurfum vér að skilja, svo að vér höldum ekki að trúar- hrögðin séu þýðingarlaust hjal, sem engum komi við. Og í J)essu efni getur Jækking komið oss að gagni eins og hvarvetna annars staðar. Það er þess vegna, sem dr. Helgi Péturs segir um Marten Larsen, danskan prest, sem liamaðist gegn sálarrannsóknum, af því að liann ímyndaði sér, að þær væru óguðlegar. Helgi sagði: „Hræðsla prestsins er hyggð á misskilningi. Vísindi, t'egar vísindi eru til fulls, munu ekki steypa honum af stóli, heldur fá honum umræðuefni miklu betra en áður. Sigur vís-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.