Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 253 Sá er sekur við Krist, sem lifir ekki öðrum til lijálpar. Þar stoða engar afsakanir né undanbrögð. Dómstóll lians er æðsti dómstóll, og eigi verður áfrýjað dómi lians. Vald samvizkunnar vex fyrir liann, sem stendur lienni að baki, ábyrgðartilfinningin eykst. Oll ábyrgð, sem á oss hvílir, er frammi fyrir Guði. En að sama skapi verður ábyrgðartil- finningin hol og liálf sem erfðurn og atburðum er meira um kennt. Straumur tímans geysist frarn og lirífur mennina með sér. Það þarf hugrekki til að leita á móti straumnum. Það er SVO miklu auðveldara að berast með honum. En Kristur veitir oss h jálpina til þess að sækja í strauminn. Ef vér finnnm liann 1 samfélagi voru við Guð, þá eigum vér styrkinn bezta. Ég minntist á sekt vora við Krist. Vér finnum til þess gagn- vart lionum, live líf vort liefir verið aumt og á refilstigum. En við löngun mína til þess að verða hetri maður og sannfæring- una um sekt mína, finn ég ef til vill bezt manngildi mitt. Ég tnyndi ekki finna til tilgangsleysis lífsins, ef ég væri ekki skap- aður til þess að lifa því lífi, er befir tilgang. Viðurkenning syndarinnar er jafnframt viðurkenning þess, að ég sé kallaður til Jiess að vera sannur maður. Ég öðlast gjöfina miklu: fyrir- gefningu syndanna. „Þar sem fyrirgefning syndarinnar er, þar er einnig líf og sáluhjálp“. Kristur greiðir oss veginn til nýs lífs, sem hefir tilgang og er fíkt af gleði og trúnaðartrausti. I Jjví lífi er sannleiki og veruleiki eitt og hið sama. Líf í sannleika er líf í veruleika, líf í Kristi, líf í Guði. Kafli þessi er úr siSustu bók Manjreds Björkquists biskjups sumariii 1960. Lausleg þýlSing, nokkuS stytt. Á. G. Líf lanilsins livpgist á réttlætinn. — Kamehameha, konungur, er lýst var yfir sjálfstæði Havai á 19. iild.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.