Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 275 ig að atburðir eða menn verði typiskir, þ.e.a.s. svari hver til atuiars á dögum liins nýja og gamla sáttmála. Það er að vísu talið, að ]>að sé ekki um ýkja-mörg samanburðarefni að ræða, en þeim virðist liafa verið veitt eftirtekl liarla-snemma. Sem dæmi má nefna Adam og Melkisedek, Söru og Hagar, Ismael og ísak, Abraliam og Móses. Atburðir, sem fela í sér fyrirmynd- un, eru t.d. björgun Nóa, frelsun úr ánauð Egypta, musteris- byggingin, uppbafning höggormsins í eyðimörkinni og loks þegar Móses slær vatn úr klettinum. -— Jesús notar í prédikun sinni tvö dæmi af þessari gerð. Annað er af liöggorminum í eyðimörkinni, og liitt er Jónasartáknið, sem liann nefnir svo. Hvorttveggja er tákn eða fyrirmyndan um liann sjálfan. Eins °g Jónas hverfur í kvið hvalfiskjarins, og kemur þaðan aftur, þannig liverfur Jesús í dauðann og rís upp aftur. Og eins og menn urðu heilir við að líta til eir-höggormsins, sem settur var 11 pp á stöng, þannig er mannssonurinn upp liafinn til hjálp- ræðis mönnunum. Postulinn Pétur segir berum orðum í I. Pét- nrsbréfi, að þegar Nói og lians fólk hafi bjargazt og „áttu það vatninu að þakka“, Iiafi skírnin verið fyrirmynduð. — Þannig sáu menn í Gamla-testamentinu stöðuga fyrirmyndan þess, sem gerðist síðar í lijálpræðissögunni. Bæði jarteinaskýringin og fyrirmyndana-skýringin eru liver annarri skyldar, (allegori og typologi). Eins og gefur að skilja, l'afa skoðanir manna breytzt mjög á þessum efnum eins og eð’rum. Engum guðfræðingi myndi nú koma til liugar, að böf- nndar Gamla testamentisins bafi skrifað sögurnar um Nóa, eir- °nninn eða flóttann frá Egyptalandi með Krist í liuga. Hins Vegar liefir fyrirmyndakenningin þá þýðingu, að bún skýrir *vrir oss, livað það var, sem Kristur, jiostular eða höfundar Nýja-testamentisins töldu að einhverju leyti sambærilega eða skylda atburði við það, sem var að gerast á þeirra tíð. Þetta kjálpar oss til að gera oss grein fyrir skilningi þeirra sjálfra bæði á fortíð og eigin samtíð. I öðru lagi liafa bæði liinar tákn- •'ænu skýringar og fyrirmyndanabugmyndin orðið til að auðga b'kingamál kirkjunnar, bæði í sálmum bennar og prédikunum. Og sumar samlíkingar, sem kunna að þykja ankannalegar og óeðlilegar, svo að jeg noti orðalag dr. Arna Möller, öðlast líl °g Hti, og leiftrandi fegurð, þegar vér liöfum í luiga uppruna þeirra og samband við forna Biblíutúlkun. Þetta á einnig við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.