Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 31
Samlíkingar í Passíusálmimum AfTAN við útgáfu Fræðafélagsins af Passíusálmum séra Hall- gríms, er próf. Finnur Jónsson bjó til prentunar, og út kom ár- ið 1924, ritar dr. Arne Möller stutta grein um heimildir þær, sem skáldið notaði við samningu sálmanna. Þar segir hann meðal annars: „Mestallt af likingum þeim, sem oss eru stund- um svo ankannalegar og óeðlilegar, er sameiginn arfur frá fyrri tíðum“. Sumar samlíkingaranar eru sóttar í rit, sem sr. Hall- grímur Pétursson liafði til liliðsjónar, er hann samdi Passíu- sálmana, og þar auðvitað um sameiginn arf frá fyrri tíðum að fæða. Sumt eru líkingar, sem verið liafa endursagöar í kristn- Um ritum allt frá dögum Nýja-testamentisins. En hvernig eru þessar samlíkingar hugsaðar, og hvers eðlis eru þær, og hvaða guðfraeðilegar ástæður liggja til þess, að þær liafa orðið svo h’fraenar öld eftir öld í kristnum ritum? Slík saga verður ekki sögð í stuttu útvarpserindi, en gæti |)ó verið Jtarft að nema stað- ar við nokkur atriði, til skilningsauka Jteim, sem vilja lifa sig uin í lmgarheim þessa dásamlega skáldverks. Engan J)arf að undra, þótt samlíkingar finnist í Passíusálm- unum, eins og öðrum skáldskap. Bæði lieiðin og kristin ljóða- gerð ber J)ess vitni, hvernig skáldin notuðu samlíkingar, dænii °g kenningar til að skýra efnið og festa J)að í minni J>eirra, er ujóta skyhlu. Sama er að segja um ræður og prédikanir frá iill- Utn öldum. En til em sérstakar tegundir samlíkinga, sem orðn- ar eru til vegna þess, að Jteirra Iiefir verið sérstök J)örf í kristn- uni ritverkum. Má J)ar minna á líkingamál helgisiðanna, sem allt frá uppliafi hefir komizt inn í skáldskap og prédikanir, eins °g vænta mátti. Skírnarvatnið, hrauðið og vínið í altarissakra- uientinu, er táknmál, sem auðvitað hlaut að eiga að greiða leið *un í skáldskapinn. Sama er að segja um líkingamál, sem fyrir ^om í ræðum Jesú eða ritum Nýja-testamentisins. Og loks hafa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.