Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 249 áratugina liefur liún jafnvel færzt í aukana og er af sumum tulin með' vísindum. Það er fínt vörumark á þekkingarskort- inum og fátækt sálarinnar. Þeir, sem feta sporaslóð daufingj- anna, liafa aldrei fyrr gelað skreytt sig með slíkri áletrun. Kn eigi mannkyninu að verða viðbjargað, munu vísindi efnis- nyggjunnar liverfa fvrir vísindum lífsins og sigursöngur pásk- anna liljóma í framtíðinni af meira fögnuði en nú hefur verið um sinn. Þá munu mennirnir lyfta höfðum sínum og taka að Irúa því, að mannkynið eigi mikla framtíð. Kristur er máttugur leiðtogi á vegi lífsins. Hann hrýtur hlið lieljar og kennir oss að trúa miskunn Guðs og föðurnáð. Hver, sem trúir á hann eða trúir eins og hann, mun aldrei að eilífu deyja. Því að lífið er veruleikinn, dauðinn ímyndun vor. En sú ímyndun verður að veruleika, þegar ekki er lifað eftir lögmáli Krists. Dauðinn, sem er laun syndarinnar, er nú œvinlega nálægur. Hann er, eins og liinir fornu heimspeking- ar vissu, andstæða liins eilífa lífs, eins og myrkrið er and- stæða ljóssins. En það er siðferðilegur dauði, útilokun frá fögnuði guðsríkis, myrkur, sem vér sjálf dæmum oss til. Ef vér skiljum þetta, getur hugur vor fyllzt helgum fögn- uði, 0g vjr getum í sannleika lofað Guð með liinum fagra páskasálmi: Sigurhátíð sæl og hlíð ljómar nú og gleði gefur, Guðs son dauðann sigrað liefur, nú er hlessuð náðartíð. Benjamín Kristjánsson. 1 dag cr svo margt, sein kallar að, að ég verð að liggja á Iiæn í þrjá tíina. — Lúther. Kænin verður að vera oss sjálfum niikilsverð, ef Guði á að finnast eitt- Iivað til hennar koma. — Óþekktur höfundur. ^ ér höfum líka afstöðu til Guðs og brunaliðsins. Vér grípuni aðeins til lans- þegar oss finnst niikil hætta á ferðum. — A. J. liussel.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.