Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 251 framl Iiefir liami jiar rennt grun í, að persónuleg tilvera á dýpstar rætur í þjáningunui: Hann Iiefir ritað safn af ummæl- um, er hann nefnir: Það, sem Kristur kenntli mér. Þar segir liann meðal annars: „Þessi máttur lil að jijást, og jijást í sannleika, er eitthvað einstakt í sögunni. Það, sem óhugnanlegt er, verður ekki afbor- ið með auðmýkt, né með þolinmæði, né hulið með slæðum. Þjáningin lielzt, en jiegar Guði er falið allt í Jjyngstu nauðum, finna menn návist lians.“ „Kristur liefir rutt sér braut, ekki aðeins þangað, sem fölva slær á alll af þessum lieimi, heldur þangað, sem allt er ljós og líf, kærleiki og Guð. Þar er sigur — heimkoma. „1 þínar liend- ur fel ég anda minn.“ “ Guðssainfélag kristins manns er persónulegt samfélag. Guð Iiefir opinberað sig fullkomlega í einni persónu sögunnar. Og samfélagið við Krist er óviðjafnanlega mikils vert fyrir persónu- frelsið. Höfuðleiðtogi kaþólskra manna í Austurríki og þjóðskáld var hnepptur í fangelsi á stjórnarárum Hillers og kvalinn ógur- lega. Andi hans liófst upp yfir kvalirnar, og liann fann til ná- lægðar Krists. Seinna sagði lxann við dóttur sína: „Þegar maður er algerlega hjálparvana, eins og ég var ■— framseldur vægðarlausri veröld — þá birtist mynd Krisls, jafn- vel jiótt við trúum ekki, höfum aldrei trúað og teljum okkur aldrei munu geta trúað. Er þetta hugarburður? Allt í lífi mínu, stórt og smátt, allar hugsanir mínar og viðleitni, var liugar- hurður. En þetta eitt er veruleiki og leyndardómur.“ Þannig geta menn lifað samfundinn við Krist I þyngstu eld- raun. Veruleiki mannlífsins varðar mestu, það að lifa samkvæmt ákvörðun þess. En bregði út af því, slær fölva á veruleikann. Hann verður eins og skuggi. Og við áttum okkur ekki á lífinu. Hvert er þá gildi Krists fyrir okkur? Eða hvað felst í Krists- samfélaginu? Hvað er það að trúa á Krist? Sú trú felst í trausti og liollustu. Trú og kærleikur fara sam- nn. Það tvennt verður ekki sundur greint. Það er Kristur, sem vekur mönnunum traust. Hann hýður þeim að koma til sín. Væri ekki svo, mundu þeir ekki voga að feggja öll málefni lífsins á lierðar honum. Kristur kemur til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.