Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 27
— Kross er undir og ofan á — Kafli úr skólaslitarœ&u Eg vil lielzt ekki minnast á leiðinlega hluti við ykkur í dag — i þessari skilnaðarstund, þegar vorið lieilsar og býður ykkur út í bjartan daginn. En þið vitið það eins vel og ég, að alltal eru einliver böm og unglingar að villast, glata æsku sinni fyrir tíinann og lenda á villigötum. Þið sjáið þetta í blöðunum, lieyr- ið það í útvarpinu, og kannski þekkið þið sjálf einhvern, sem svona er ástatt um? Þetta eru allt hættumerki, sem alveg sér- stök ástæða er til fyrir ykkur að veita athygli og varast liætt- mta. Saga þeirra, sem gat orðið svo falleg, er allt í einu orðin 1 jót. Vorið þeirra, sem gat orðið svo dásamlegt, er allt í einu °rðið ömurlegt. Og ég kveð aldrei svo fallegan og elskulegan barnahóp, að mér verði ekki á að spyrja: Getur það verið, að Wokkurt barn úr þessum hópi eigi eftir að skrifa slíka sögu í bókina sína? Guð gefi, að svo verði ekki. Eitt af merkustu skáldum Norðmanna, Henrik Wergeland, kafði þ ann sið, er liann tók sér gönguferðir út í náttúruna, að hann lét sáðkorn í vasa sinn og stráði því um jörðina þar sem l'ann fór. Þegar liann var spurður Iivers vegna liann gerði þetta, sagði hann: „Það er aldrei að vita, livað upp af þessu vex.“ Líkt er því farið í skólunum og raunar öllu uppeldi. Við erum alltaf að reyna að sjá, en vitum sjaldan, hvað upp af því vex. Við sjáum að vísu árangur af kennslunni, bæði bóklegri °g verklegri, en sæði hins siðlega og trúarlega keinur seinna upp. Þið munið vafalaust söguna um illgresið meðal liveitisins. Það er gömul saga. Þá kom óboðinn maður inn á hveitiakur og súði illgresi. Skyldu slíkir menn vera til í dag? Mér kernur í hug gömul saga um álfkonurnar tvær, sem á-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.