Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 22
260 KIRKJURITIÐ játendur spámannsins "ætu dýrkað Allali. Hún er nú komin í rúst. Seinna var hiskupsstóll, og enn síðar erkibiskupsstóll, settur í Sínaíklaustri, og enn í dag er jiað einn af merkisstöðum grísk- kaþólsku kirkjunnar og eins konar kristin vin í föðurlandi Mú- hameðstrúarmanna. Frægast er klaustrið fyrir bókasafn sitt. Þar fann jjýzki fræðimaðurinn Tischendorf, á öldinni sem leið, annað frægasta handritið, sem til er af Biblíunni, Codex Sinaiticus. Var það fyrst í eigu Rússakeisara eftir að það kom úr klaustrinu, en liann seldi það Britisli Museum fyrir 100,000 pund og mun ekkert handrit liafa farið hærra verði. Upphaflega varð að draga alla upp á reipum, sem lieimsóttu klaustrið og eins aðföng munkanna. Enn er |>að gert við vista- flutninginn, en unnt er mönnum nú að komast með hægara móti inn í klaustrið. Sennilega undrumst vér ekki, Jiótt treglega gangi að fá nýliða til að fylla þarna í skörðin og munkarnir séu orðnir sárafáir. En liitt verður að játa, að ef klaustur þetta og sum fleiri — t. d. Aþos — fara í eyði, mást ekki aðeins merkilegir drættir úr svip kirkjunnar. Annað og meira: jjarna hefur ekki aðeins ver- ið hjálpsamlegur gististaður í eyðimörkinni, lieldur andleg uppspretta trúar og menningar um aldirnar. Finnist einhverjum lítilsvert um föstur og margar aðrar sið- venjur munkanna, hvað skal |>á segja um alla liina veraldlegu, er svo að segja sprengja sig á mat og drykk? Og mundi bæna- hald og andlegar liugleiðingar hégómlegra og lítilsverðara en til dæmis andvökur út af veizluskrúða og hlust eftir sumu xit- varpsskralli og ýmsum öðrum hávaða, sem menn muna ekki stundinni lengur út af hverju var, né hvað liann var að flytja? Eftirtektarverfi yfirlýsing. Ymsir góðir gestir hafa gist oss undanfarið. Skal |>ar fyrstan, frægan telja Olaf V., Noregskonung. Næst tvær geysimiklar áhrifakonur: Goldu Meier, utanríkisráðherra Israels, og Jeka- terinu Furtsevu, menntamálaráðherra Sovétríkjanna. Ekki liafa aðrir öllu tignari, hvað ])á ráðameiri, menn stigið liér fæti á land fyrr né síðar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.